Sport

Tiger á að finna gamla þjálfarann | Trevino gefur Tiger góð ráð

Lee Trevino, sem á sínum tíma var einn besti kylfingur heims, gaf Tiger Woods föðurlegar ábendingar í viðtali sem tekið var við hann á ESPN í Dallas. Hinn þaulreyndi Trevino sagði að Tiger ætti að finna sér hús í nágrenni við golfkennararann Butch Harmon, banka síðan upp á hjá Harmon og segja "hæ nágranni,“ sagði Trevino en Harmon var þjálfari Tiger Woods á upphafsárum hans á PGA mótaröðinni.

Golf

Nóg að gera í bókunum hjá Lax-Á fyrir sumarið

Það er mikið að gera hjá veiðileyfisölum landsins þessa dagana enda eru menn farnir að bóka sumarið og sumar ár þegar farnar eiga fáa daga lausa. Við tókum hús á Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á til að heyra hvernig bókanir væru að ganga hjá þessum stærsta veiðileyfasala landsins.

Veiði

Bikarúrslit KKÍ kvenna | Sverrir og Hildur

Nýtt félag mun hampa bikarmeistaratitlinum í kvennaflokki í körfuknattleik á morgun í Laugardalshöll. Njarðvík og Snæfell úr Stykkishólmi eigast þar við en hvorugt liðið hefur farið alla leið í þessari keppni.

Körfubolti

Bikarúrslit KKÍ karla | Bárður og Sigurður

Tindastóll og Keflavík eigast við í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik á morgun, Poweradebikarnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Tindastóll frá Sauðárkróki kemst alla leið í úrslit en Keflvíkingar hafa 5 sinnum hampað titlinum. Hans Steinar Bjarnason ræddi við Bárð Eyþórsson þjálfara Tindastóls og Sigurð Ingimundarson þjálfara Keflavíkur.

Körfubolti

Mickelson heldur sínu striki | til alls líklegur á Masters

Phil Mickelson virðist vera í miklu stuði þessa dagana en bandaríski kylfingurinn er með fimm högga forskot eftir fyrsta keppnisdaginn á Northern Trust-meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi. Mickelson fagnaði sigri á Pepple Beach s.l. sunnudag og er hann til alls líklegur fyrir fyrsta stórmót ársins, Mastersmótið á Augusta sem fram fer 5.-8. apríl.

Golf

Hiddink samdi við Anzhi

Hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er búinn að samþykkja að taka við hinu moldríka rússneska liði, Anzhi Makhachkala. Hiddink hefur verið atvinnulaus síðan hann hætti með tyrkneska landsliðið í nóvember.

Fótbolti

Vita ekki hvar þær enda

Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Katrín Ómarsdóttir hafa ekki enn fundið sér félag eftir að tímabilið í Bandaríkjunum féll niður. Katrín ætlar að nota Algarve-bikarinn sem sýningarglugga og Hólmfríður er opin fyrir öllu.

Íslenski boltinn

Forseti Úrúgvæ: Suarez er enginn kynþáttahatari

Luis Suarez, framherji Liverpool, fær stuðning úr mörgum áttum þrátt fyrir að hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í leikjum á móti Manchester United í vetur. Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United, og neitaði síðan að taka í höndina á Evra þegar þeir hittust aftur á dögunum.

Enski boltinn

Antonio Valencia frá í mánuð

Antonio Valencia verður ekkert með Manhester United næstu vikurnar eftir að hann meiddist í kvöld í sigrinum á Ajax. Þetta var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sir Alex Ferguson, stjóri United staðfesti slæmu fréttirnar í kvöld.

Enski boltinn

Manchester City kom til baka og vann Porto í Portúgal

Manchester City er í flottum málum eftir 2-1 útisigur á móti Porto í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór í Portúgal í kvöld. Sjálfsmark heimamanna gæti reynst Porto-liðinu dýrkeypt en það breytti leiknum í kvöld. Það var varamaðurinn Sergio Agüero sem skoraði sigurmark City.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 25-29

Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum.

Handbolti