Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Akureyri 25-29 Stefán Hirst Friðriksson á Seltjarnarnesi skrifar 16. febrúar 2012 18:15 Mynd/Vilhelm Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum. Leikurinn var nokkuð daufur á upphafsmínútunum og var mikið um tæknifeila hjá báðum liðum. Jafnræði var þó með á liðunum í hálfleiknum en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu framar. Akureyringar gáfu í undir lok hálfleiksins og skoruðu þeir síðustu fjögur mark hans og leiddu 10-14, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og þeim fyrri lauk og voru Akureyringar með undirtökin á vellinum. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og voru komnir með örugga forystu snemma í hálfleiknum. Það var svo ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn sem Gróttumenn spýttu í lófana. Kveikjan að því var rautt spjald sem Hörður Fannar Sigþórsson, leikmaður Akureyringa fékk fyrir ljótt brot. Gróttumenn efldust við rauða spjaldið og við tók langbesti kafli þeirra í leiknum. Þeim tókst með frábærri baráttu og eljusemi að skera jafnt og þétt á forystu Akureyringa og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Gróttumenn komust þó ekki lengra því að við tók góður lokakafli Akureyringa þar sem reynsla og gæði liðsins komu bersýnilega í ljós. Sá kafli dugði Akureyringum en þeir unnu fjögurra marka sigur. Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri skoraði 11 mörk fyrir sína menn og átti stórleik. Einnig voru þeir Bjarni Fritzsson og Daníel Einarsson öflugir í liði Akureyringa. Hjá Gróttu fór Þorgrímur Smári Ólafsson fyrir sínum mönnum en hann skoraði 6 mörk. Einnig ber að nefna frammistöðu hornamannsins unga, Vilhjálms Geirs Haukssonar en hann sýndi lipra takta og skoraði 4 mörk fyrir heimamenn. Markvarslan var undir pari í leiknum en Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa varði tíu bolta á meðan Lárus Helgi Ólafsson í liði Gróttu varði níu. Þorgrímur Smári: Jákvæðir punktar í þessu hjá okkurMynd/Vilhelm„Þetta var flottur leikur hjá okkur í fimmtíu mínútur. Það voru svona fimm mínútur í hvorum hálfleik sem voru okkur dýrkeyptar í þessum leik. Það vantar reynsluna í okkar lið til þess að klára svona leiki á fullu tempói. Við verðum að fækka slæmu köflunum og þá kemur þetta hjá okkur," sagði Þorgrímur Smári. „Við verðum að reyna að hætta þessum einstaklingsframtökum og spila meira sem lið. Við erum búnir að vera að reyna að skjóta meira á markið og við skorum 25 mörk hér í dag sem er með því mesta í vetur hjá okkur. Vörnin er einnig öll að koma til þannig að það eru jákvæðir punktar í þessu," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu að lokum. Oddur: Er að komast í gang afturMynd/Vilhelm„Þetta var erfiður leikur hérna í kvöld. Við vorum lengi af stað og náðum okkur í rauninni aldrei almennilega á strik. Það var einhver deyfð yfir þessu hjá okkur, engin stemmning í húsinu og við þurftum að rífa okkur sjálfir í gang. Við náðum þessum tveimur til þremur ágætu köflum í leiknum en þeir gerðu útslagið fyrir okkur," sagði Oddur. Oddur spilaði virkilega vel eftir tiltölulega dapurt gengi að undanförnu og var hann ánægður með sína frammistöðu í leiknum „Þetta gekk vel í dag. Ég er búinn að vera í smá lægð, náttúrulega búinn að vera að spila nýja stöðu og svona en ég er allur að koma til. Ég er að finna mig bara nokkuð vel á miðjunni," „Þetta voru tvö gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur erum við bara ánægðir með sigurinn. Við stefnum að sjálfsögðu á úrslitakeppnina og eru þessi sigur því bara ánægjulegur," sagði Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Sjá meira
Akureyri vann í kvöld góðan fjögurra marka sigur, 25-29 á botnliði Gróttu í N1-deildinni á Seltjarnarnesi. Gróttumenn stríddu Akureyringum lengi vel en reynsla og gæði Akureyringa landaði þeim sigrinum að lokum. Leikurinn var nokkuð daufur á upphafsmínútunum og var mikið um tæknifeila hjá báðum liðum. Jafnræði var þó með á liðunum í hálfleiknum en Akureyringar voru þó alltaf skrefinu framar. Akureyringar gáfu í undir lok hálfleiksins og skoruðu þeir síðustu fjögur mark hans og leiddu 10-14, þegar flautað var til leikhlés. Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og þeim fyrri lauk og voru Akureyringar með undirtökin á vellinum. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk hálfleiksins og voru komnir með örugga forystu snemma í hálfleiknum. Það var svo ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn sem Gróttumenn spýttu í lófana. Kveikjan að því var rautt spjald sem Hörður Fannar Sigþórsson, leikmaður Akureyringa fékk fyrir ljótt brot. Gróttumenn efldust við rauða spjaldið og við tók langbesti kafli þeirra í leiknum. Þeim tókst með frábærri baráttu og eljusemi að skera jafnt og þétt á forystu Akureyringa og voru þeir búnir að jafna leikinn þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Gróttumenn komust þó ekki lengra því að við tók góður lokakafli Akureyringa þar sem reynsla og gæði liðsins komu bersýnilega í ljós. Sá kafli dugði Akureyringum en þeir unnu fjögurra marka sigur. Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri skoraði 11 mörk fyrir sína menn og átti stórleik. Einnig voru þeir Bjarni Fritzsson og Daníel Einarsson öflugir í liði Akureyringa. Hjá Gróttu fór Þorgrímur Smári Ólafsson fyrir sínum mönnum en hann skoraði 6 mörk. Einnig ber að nefna frammistöðu hornamannsins unga, Vilhjálms Geirs Haukssonar en hann sýndi lipra takta og skoraði 4 mörk fyrir heimamenn. Markvarslan var undir pari í leiknum en Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa varði tíu bolta á meðan Lárus Helgi Ólafsson í liði Gróttu varði níu. Þorgrímur Smári: Jákvæðir punktar í þessu hjá okkurMynd/Vilhelm„Þetta var flottur leikur hjá okkur í fimmtíu mínútur. Það voru svona fimm mínútur í hvorum hálfleik sem voru okkur dýrkeyptar í þessum leik. Það vantar reynsluna í okkar lið til þess að klára svona leiki á fullu tempói. Við verðum að fækka slæmu köflunum og þá kemur þetta hjá okkur," sagði Þorgrímur Smári. „Við verðum að reyna að hætta þessum einstaklingsframtökum og spila meira sem lið. Við erum búnir að vera að reyna að skjóta meira á markið og við skorum 25 mörk hér í dag sem er með því mesta í vetur hjá okkur. Vörnin er einnig öll að koma til þannig að það eru jákvæðir punktar í þessu," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu að lokum. Oddur: Er að komast í gang afturMynd/Vilhelm„Þetta var erfiður leikur hérna í kvöld. Við vorum lengi af stað og náðum okkur í rauninni aldrei almennilega á strik. Það var einhver deyfð yfir þessu hjá okkur, engin stemmning í húsinu og við þurftum að rífa okkur sjálfir í gang. Við náðum þessum tveimur til þremur ágætu köflum í leiknum en þeir gerðu útslagið fyrir okkur," sagði Oddur. Oddur spilaði virkilega vel eftir tiltölulega dapurt gengi að undanförnu og var hann ánægður með sína frammistöðu í leiknum „Þetta gekk vel í dag. Ég er búinn að vera í smá lægð, náttúrulega búinn að vera að spila nýja stöðu og svona en ég er allur að koma til. Ég er að finna mig bara nokkuð vel á miðjunni," „Þetta voru tvö gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur erum við bara ánægðir með sigurinn. Við stefnum að sjálfsögðu á úrslitakeppnina og eru þessi sigur því bara ánægjulegur," sagði Oddur Grétarsson, leikmaður Akureyri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Fleiri fréttir Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Sjá meira