Enski boltinn

Mertesacker fór í aðgerð og verður lengi frá

Per Mertesacker.
Per Mertesacker.
Það er lítið um góðar fréttir í herbúðum Arsenal í þessari viku og til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós í dag að varnarmaðurinn Per Mertesacker verður lengi frá vegna meiðsla.

Mertesacker meiddist á ökkla í leiknum gegn Sunderland um síðustu helgi og er búinn að fara í aðgerð vegna meiðslanna.

Arsenal segir að það sé óljóst hvenær Þjóðverjinn snúi aftur á völlinn. Hann hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til liðsins frá Werder Bremen.

Laurent Koscielny er einnig meiddur þannig að það verður hausverkur fyrir Wenger stjóra að stilla upp vörninni í næstu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×