Enski boltinn

Antonio Valencia frá í mánuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Valencia í leiknum í kvöld.
Antonio Valencia í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Antonio Valencia verður ekkert með Manhester United næstu vikurnar eftir að hann meiddist í kvöld í sigrinum á Ajax. Þetta var fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Sir Alex Ferguson, stjóri United staðfesti slæmu fréttirnar í kvöld.

Antonio Valencia kom inn á sem varamaður en var aðeins búinn að spila í tæpan hálftíma þegar hann meiddist í aðdraganda seinna mark United í leiknum. Valencia stakk boltanum áfram á Javier Hernandez en lenti í slæmu samstuði.

„Valencia meiddist því miður aftan í læri og verður frá í fjórar vikur," sagði Sir Alex Ferguson en meiðsli Valencia eru mikið áfall fyrir United enda hefur Ekvadorinn farið á kostum á hægri vængnum í undanförnum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×