Enski boltinn

Forseti Úrúgvæ: Suarez er enginn kynþáttahatari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez
Luis Suarez Mynd/Nordic Photos/Getty
Luis Suarez, framherji Liverpool, fær stuðning úr mörgum áttum þrátt fyrir að hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir framkomu sína í leikjum á móti Manchester United í vetur. Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð gagnvart Patrice Evra, leikmanni Manchester United, og neitaði síðan að taka í höndina á Evra þegar þeir hittust aftur á dögunum.

Jose Mujica, forseti Úrúgvæ, lýsti yfir stuðningi við landa sinn í útvarpsþætti sínum í dag en hann talaði þar um Suarez sem fyrirmyndarpilt sem hefði gefið þjóð sinni svo mikið.

„Suarez á ekki skilið þá umfjöllun sem hann hefur fengið í bresku pressunni. Við vitum það vel að hann er enginn kynþáttahatari. Hann hefur aldrei verið kynþáttahatari og muna aldrei verða kynþáttahatari," sagði Jose Mujica í þætti sínum "Habla el Presidente" eða Forsetatal.

Luis Suarez hefur beðist afsökunar á því að taka ekki í höndina á Patrice Evra fyrir leikinn á Old Trafford um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×