Enski boltinn

Beckham vill fá Redknapp sem landsliðsþjálfara

Beckham á æfingu með Tottenham.
Beckham á æfingu með Tottenham.
Það fjölgar enn í hópi þeirra sem vilja að Harry Redknapp, stjóri Spurs, taki við enska landsliðinu af Fabio Capello. Nú hefur David Beckham lýst yfir stuðningi við Redknapp.

"Harry er frábær maður, frábær stjóri og magnað að fylgjast með honum stýra. Ég þekki menn sem hafa verið undir hans stjórn, ég hef líka verið undir hans stjórn og get með sanni sagt að hann er bæði frábær þjálfari og einstaklingur," sagði Beckham.

Redknapp er í erfiðri stöðu enda að þjálfa eitt mest spennandi lið Englands. Hann hefur tekið vel í að þjálfa England á EM í sumar en láta þar við sitja.

Ef svo færi að Redknapp tæki við landsliðinu er ekki ólíklegt að hann velji Beckham í liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×