Sport

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-28

Framarar sigruðu granna sína í Val í Reykjavíkurslagnum í N1-deildinni í handbolta karla í dag. Lokatölurnar urðu 30-28 í leik sem var spennandi langt fram í síðari hálfleik þegar Framarar sigu fram úr. Gríðarlega mikilvægur fyrir Framara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en Valsmenn eru aftur á móti í slæmum málum.

Handbolti

Messi-sýningin heldur áfram

Það virðist ekkert geta stöðvað Argentínumanninn Lionel Messi þessa dagana. Hann skoraði í kvöld bæði mörk Barcelona í útisigri á Racing Santander.

Fótbolti

Neymar: Ég er aðdáandi Messi

Brasilíski landsliðsmaðurinn Neymar segir að draumur sinn sé að verða jafngóður og Lionel Messi. Neymar er eftirsóttast knattspyrnumaður heims í dag enda talinn vera mesti efnið í heiminum.

Fótbolti

Kiel búið að vinna 24 leiki í röð í deildinni

Íslendingaliðið Kiel er komið með tíu stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir að liðið vann sinn 24. leik í röð í deildinni. Ótrúlegur árangur. Að þessu sinni voru það Sverre Andreas Jakobsson og félagar hans í Grosswallstadt sem urðu að sætta sig við tap gegn liði Alfreðs Gíslasonar.

Handbolti

Aron og félagar unnu með tveimur sjálfsmörkum

Leikmenn Bristol City voru í gjafastuði er Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City komu í heimsókn. Cardiff vann leikinn, 1-2, og bæði mörk liðsins voru sjálfsmörk frá leikmönnum Bristol. Þar af kom sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Rúrik og félagar töpuðu á heimavelli

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason og félagar hans í danska liðinu OB urði að sætta sig við tap, 0-1, á heimavelli gegn Nordsjælland í dag. Það var Tobias Mikkelsen sem skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu.

Fótbolti

Gróttustúlkur í sjötta sætið | Leik Fram og ÍBV frestað

Alls voru 168 áhorfendur mættir á Nesið í dag er Grótta tók á móti FH í mikilvægum leik í N1-deild kvenna. Leikurinn var jafn og spennandi en Grótta þó alltaf skrefi á undan og vann að lokum góðan þriggja marka sigur. Sunna María Einarsdóttir fór hamförum og skoraði tíu mörk.

Handbolti

Henderson viðurkennir að hafa verið slakur

Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, hefur engan veginn staðið undir væntingum síðan hann kom til félagsins fyrir háa upphæð frá Sunderland. Henderson segist eðlilega verða var við gagnrýnina sem hann hefur fengið. Hann ætlar sér að vinna gagnrýnendur á sitt band.

Enski boltinn

Geir tekur við Bregenz í Austurríki

Austurríska handknattleiksfélagið Bregenz er augljóslega hrifið af íslenskum þjálfurum því það hefur nú ráðið Geir Sveinsson sem þjálfara liðsins. Geir tekur við liðinu af Martin Liptak.

Handbolti

Los Angeles-liðin að gera það gott

Kobe Bryant var í stuði í nótt og skoraði 34 stig í sjaldséðum útisigri Lakers. Það lagði þá Minnesota með þriggja stiga mun en Minnesota var án síns sterkasta manns, Kevin Love. Lakers er nú búið að vinna Minnesota í átján leikjum í röð.

Körfubolti

Ólsari keppir um gullskóinn

Aleksandrs Cekulajevs, fyrrum leikmaður Víkings Ólafsvíkur, sló í gegn í Eistlandi og átti í keppni við Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Robin van Persie um gullskóinn í Evrópu. Cekulajevs skoraði 46 mörk í 35 leikjum í Eistlandi.

Fótbolti

Áfram á Stöð 2 Sport

365 miðlar hafa komist að samkomulagi við Sportfive um sýningarrétt frá leikjum Pepsi-deildar karla og kvenna sem og bikarkeppnum. Gildir samningurinn til næstu tveggja ára.

Íslenski boltinn

Dalglish: Megum ekki vorkenna sjálfum okkur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var merkilega brattur eftir tap Liverpool gegn Sunderland í dag þar sem lið Liverpool var algjörlega heillum horfið. Liverpool er nú tíu stigum frá Meistaradeildarsæti og vonin um að komast í Meistaradeildina eru nánast orðnar engar.

Enski boltinn