Sport

Drogba orðaður við Barcelona

Framherjinn Didier Drogba er orðaður við spænska félagið Barcelona í spænskum fjölmiðlum í kvöld. Drogba, sem nýverið samdi við Shangai Shenhua í Kína, má yfirgefa félagið bjóðist honum að ganga til liðs við Börsunga.

Fótbolti

Liðsfélagi Haraldar hjá Sarpsborg barinn í spað

Alvaro Baigorri, liðsfélagi Haraldar Björnssonar hjá norska félaginu Sarpsborg 08, varð fyrir fólskulegri árás í miðbæ Sarpsborg um helgina. Baigorri er allur blár og marinn eftir árásina en slapp þó ótrúlega vel. Sarpsborg Arbeiderblad sagði frá þessu.

Fótbolti

Arsenal meistari í Argentínu

Arsenal, eða Arsenal de Sarandí eins og það heitir, varð í gær argentínskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Arsenal tryggði sér sigur í deildinni með því að vinna 1-0 sigur á Belgrano de Córdoba í lokaumferðinni.

Fótbolti

Tvöfaldur skolli: Arnar leikari ræðir um Haukadalsvöll við Geysi

Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson ætla að fara víða í sumar í golfþættinum Tvöföldum skolla sem sýndur er á Stöð 2 sport. Þeir félagar fóru í heimsókn á Haukadalsvöllinn við Geysi og þar ræddu þeir við Arnar Jónsson leikara – sem spilar nánast allt sitt golf á þessum magnaða golfvelli.

Golf

Eyjamenn rúlluðu Hetti upp

Pepsi-deildarlið ÍBV tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 6-1 heimasigri á Hetti sem leikur í 1. deild. Eyjamenn leiddu 4-0 í hálfleik en heimamenn höfðu mikla yfirburði í leiknum.

Íslenski boltinn

Verstu Panenka-vítin

Vippa ítalska landsliðsmannsins Andrea Pirlo í vítaspyrnukeppninni gegn Englendingum á Evrópumótinu í gærkvöldi hefur vakið aðdáun sparkspekinga um allan heim.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1

Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: KA - Grindavík 2-3 | Ameobi hetjan

Grindvíkingar gerðu góða ferð á Akureyri og unnu KA með þremur mörkum gegn tveimur í háspennuleik á Akureyrarvelli í kvöld. Grindvíkingar eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin á kostnað Akureyringa. Tomi Ameobi var hetja Grindvíkinga en hann skoraði sigurmarkið á síðustu mínútu uppbótartímans.

Íslenski boltinn

Yakubu í samningaviðræðum við lið í Kína

Nígeríski framherjinn Yakubu er á förum frá Blackburn Rovers og mun spila í kínversku deildinni á næsta tímabili. Hann er kominn til Kína til að ganga frá samningum við Guangzhou R&F en félagið er nýkomið upp eftir eins árs dvöl í kínversku b-deildinni.

Enski boltinn

Filip Jicha vill framlengja samninginn við Kiel

Tékkneska stórskyttan Filip Jicha er tilbúinn að framlengja samning sinn við þýsku meistarana í THW Kiel og mun því spila áfram fyrir Alfreð Gíslason næstu árin. Jicha var með samning til ársins 2014 en ætlar að framlengja hann til sumarsins 2017.

Handbolti

Ytri-Rangá: Besta opnun síðari ára!

Veiðimenn sem voru svo heppnir að opna Ytri Rangá í gær lentu svo sannarlega í veislu í gær en alls komu 18 laxar á land og meirihlutinn vænn tveggja ára lax, sá stærsti 89 sentimetrar.

Veiði

Barton missir sex vikna laun og fyrirliðabandið

Joey Barton missir ekki bara af 12 fyrstu leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð vegna hegðunar sinnar í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar því Queens Park Rangers hefur einnig ákveðið að sekta hann um sex vikna laun og taka af honum fyrirliðabandið.

Enski boltinn

FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands

Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn

KR mætir HJK Helsinki í Meistaradeildinni

Íslands- og bikarmeistarar KR drógust á móti finnska liðinu HJK Helsinki í annarri umferð Meistardeildarinnar en dregið var í dag. KR átti einnig möguleika á því að lenda á móti liðum frá Sviss, Austurríki, Svíþjóð, Lettlandi eða Litháen. Þetta kemur fram á ksi.is

Íslenski boltinn

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í dag

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum. Íslandsmeistarar KR eru í potinnum í Meistaradeildinni en FH, ÍBV og Þór Akureyri eru í pottinum í Evrópudeildinni.

Fótbolti

Rooney: Hræðileg tilfinning

Wayne Rooney og félagar hans í enska landsliðinu eru úr leik á EM eftir tap í vítaspyrnukeppni á móti Ítalíu í gærkvöldi. Rooney tjáði sig við Sky eftir leik og var skiljanlega afar svekktur. Þetta var í þriðja sinn á síðustu fimm Evrópumótum sem enska landsliðið dettur út í vítakeppni.

Fótbolti

Haraldur og Signý Íslandsmeistarar

Veðrið lék við kylfinga í Leirdalnum í Kópavogi um helgina þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fram. Margar skemmtilegar rimmur fóru fram en Haraldur Franklín Magnús og Signý Arnórsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar.

Golf