Handbolti

Ljóst hvaða 24 þjóðir keppa á HM í handbolta á Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Pjetur
Heimsmeistarakeppnin í handbolta er nú fullskipuð því um helgina tryggðu fjórar síðustu þjóðirnar sér farseðla til Spánar. Íslenska landsliðið tryggði sér sitt sæti um síðustu helgi.

Ástralir, Argentínumenn og Brasilíumenn tryggðu sér sitt sæti á laugardaginn og í gær var það síðan Chile sem varð 24. og síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á HM á Spáni.

Chile-menn tryggðu sér sætið með því að vinna 37-27 sigur á Úrúgvæ í leiknum um þriðja sætið í Ameríkukeppninni í handbolta. Argentínumenn urðu Ameríkumeistarar eftir 22-21 sigur á Brasilíu í úrslitaleiknum en keppni fór einmitt fram í Argenínu.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða 24 þjóðir verða með á HM á Spáni:

Frá Evrópu

Spánn

Frakkland

Danmörk

Króatía

Serbía

Rússland

Slóvenía

Makedónía

Ungverjaland

Ísland

Svartfjallland

Þýskaland

Hvíta-Rússland

Pólland

Frá Afríku:

Túnis

Alsír

Egyptaland

Frá Asíu:

Suður-Kórea

Katar

Sádí-Arabía

Frá Ameríku:

Argentína

Brasilía

Chile

Frá Eyjaálfu:

Ástralía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×