Handbolti

Filip Jicha vill framlengja samninginn við Kiel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Filip Jicha fagnar einum af mörgum sigrum Kiel í vetur.
Filip Jicha fagnar einum af mörgum sigrum Kiel í vetur. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Tékkneska stórskyttan Filip Jicha er tilbúinn að framlengja samning sinn við þýsku meistarana í THW Kiel og mun því spila áfram fyrir Alfreð Gíslason næstu árin. Jicha var með samning til ársins 2014 en ætlar að framlengja hann til sumarsins 2017.

Filip Jicha er einn af bestu leikmönnum heims og var kosinn besti handboltamaður heims árið 2010. Jicha hefur verið hjá Kiel síðan 2007 en hann verður 35 ára gamall þegar nýi samningurinn hans rennur út 2017.

Kieler Nachrichten segir frá þessu sem og því að það eina sem vanti sé undirskrift Filip Jicha á samninginn.

Filip Jicha skoraði 206 mörk í 34 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni í vetur (6,1 í leik) og hefur alls skorað 872 mörk á fimm tímabiluum sínum með Kiel. Á þessum tíma hefur kappinn unnið tíu stóra titla með félaginu þar af Meistaradeildina tvisvar sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×