100 sentímetra lax í Selá; Góð opnun í Hofsá Trausti Hafliðason skrifar 25. júní 2012 13:10 Jóhannes Baldursson með 20+ punda fisk sem kom af Fossbreiðunni í Selá Alls komu 13 laxar á land þegar Hofsá var opnuð í gær þar af fékk Vigfús Orrason átta laxa á sína stöng. Orri Vigfússon, faðir Vigfúsar og leigutaki, segir að opnunin í Hofsá sé ábyggilega einhver sú besta í mörg ár. Þá hafi menn haft á orði að lax sé á öllum svæðum í ánni. Í Selá hafa veiðst um 30 laxar, þar af veiddust átta í gærkvöldi. Andrey V. Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, var við veiðar í ánni í gær og fékk hann þrjá laxa. Þá landaði Jóhannes Baldursson 100 sentímetra laxi sem er sennilega stærsti lax sumarsins til þessa. Stórlaxinn veiddist á Fossbreiðu og tók Sunray Shadow flugu sem var hnýtt í sérstakri útgáfu Helga Þorsteinssonar.Stórlax í Aðaldal og einn tók púpu í Fljótaá Annar stórlax kom á land á Núpasvæðinu í Aðaldal en þar veiddi Róbert Haraldsson 95 sentímetra lax á Laxatanga. Í Fljótaá hefur bleikjuveiðin verið með miklum ágætum. Þá kom fyrsti laxinn í Fljótaá einnig á land um helgina. Sá var 85 sentímetrar og veiddist hann á púpu á sveiðisvæði 4. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði
Alls komu 13 laxar á land þegar Hofsá var opnuð í gær þar af fékk Vigfús Orrason átta laxa á sína stöng. Orri Vigfússon, faðir Vigfúsar og leigutaki, segir að opnunin í Hofsá sé ábyggilega einhver sú besta í mörg ár. Þá hafi menn haft á orði að lax sé á öllum svæðum í ánni. Í Selá hafa veiðst um 30 laxar, þar af veiddust átta í gærkvöldi. Andrey V. Tsyganov, sendiherra Rússlands á Íslandi, var við veiðar í ánni í gær og fékk hann þrjá laxa. Þá landaði Jóhannes Baldursson 100 sentímetra laxi sem er sennilega stærsti lax sumarsins til þessa. Stórlaxinn veiddist á Fossbreiðu og tók Sunray Shadow flugu sem var hnýtt í sérstakri útgáfu Helga Þorsteinssonar.Stórlax í Aðaldal og einn tók púpu í Fljótaá Annar stórlax kom á land á Núpasvæðinu í Aðaldal en þar veiddi Róbert Haraldsson 95 sentímetra lax á Laxatanga. Í Fljótaá hefur bleikjuveiðin verið með miklum ágætum. Þá kom fyrsti laxinn í Fljótaá einnig á land um helgina. Sá var 85 sentímetrar og veiddist hann á púpu á sveiðisvæði 4. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði