Sveinbjörn Jónasson skoraði tvívegis þegar Fram kreisti fram 3-2 sigur gegn Aftureldingu í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld.
Skotinn Steven Lennon kom gestunum yfir á 32. mínútu en þeir sem bjuggust við markasúpu frá efstu deildar liðinu í kjölfarið urðu fyrir vonbrigðum.
Arnór Þrastarson jafnaði metin fyrir heimamenn eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik við mikinn fögnuð Mosfellinga. Sveinbjörn Jónasson, sem fékk loks tækifæri í byrjunarliði Framara, kom gestunum yfir á nýjan leik fimm mínútum síðar.
Aftur jöfnuðu heimamenn metin skömmu síðar með marki John Andrews úr vítaspyrnu. Því miður fyrir heimamenn hélst forystan aðeins í átta mínútur því Sveinbjörn Jónasson skoraði sigurmark þeirra bláklæddu á 76. mínútu og tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum.
Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
Sveinbjörn hetja Fram í Mosfellsbænum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti



Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn


Sex hafa ekkert spilað á EM
Fótbolti


