Sport

Darrel Lewis til Keflavíkur: Hefur saknað Nonnabita

Darrel Lewis spilar með Keflavík í Dominosdeildinni á næsta tímabili en Lewis er íslenskur ríkisborgari sem getur spilað bæði skotbakvörð og lítinn framherja. Hann var frábær með Grindvíkingum á árunum 2002 til 2005 en hefur síðan spilað á Ítalíu og í Grikklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

Körfubolti

Alan Shearer: England á enga möguleika að vinna HM 2014

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, hefur enga trú á því að enska landsliðinu takist að verða Heimsmeistari eftir tvö ár. Hann segir að liðið sé milljón mílum á eftir bestu knattspynuþjóðum heims en Englendingar féllu út úr átta liða úrslitum EM eftir tap í vítakeppni á móti Ítalíu.

Fótbolti

LeBron James kyssti NBA-bikarinn hjá David Letterman

LeBron James fékk frábærar móttökur úr salnum þegar hann mætti sem gestur í spjallþátt David Letterman á CBS-sjónvarpsstöðinni í vikunni. James vann eins og kunnugt er sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deildinni í síðustu viku en hann fór þá á kostum með liði Miami Heat.

Körfubolti

Hægri skytta á leið frá AGK til Montpellier

Cristian Malmagro, hægri skytta hjá dönsku meisturunum í AG Kaupmannahöfn mun ekki spila áfram með liðinu á næstu leiktíð því þessi 29 ára gamli Spánverji er á leiðinni til franska liðsins Montpellier.

Handbolti

Ronaldo finnur ekki fyrir pressu fyrir leikinn í kvöld

Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins, verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Spánn og Portúgal mætast í undanúrslitum EM í fótbolta. Ronaldo hefur farið á kostum í síðustu tveimur leikjum á EM þar sem hann hefur skorað 3 mörk og skotið fjórum sinnum í marksúlurnar.

Fótbolti

Barcelona-miðjutvíeykið: Við stoppum Ronaldo

Spánverjarnir Xavi og Sergio Busquets verða í stóru hlutverki í kvöld þegar Spánn mætir Portúgal í undanúrslitum á EM í fótbolta. Eitt af mikilvægari verkefnum þeirra í kvöld en að sjá til þess að Cristiano Ronaldo leiki ekki lausum hala fyrir framan vörn spænska liðsins.

Fótbolti

Tryggvi: Var búinn að spá því að við mættum KR

"Nei, KR var svo sannarlega ekki óskamótherjinn í þessari umferð. Ég var reyndar búinn að spá því að við þyrftum að fara í vesturbæinn í þessari umferð en sem betur fer fáum við KR-inga til Eyja. Það er töluvert betra", sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV að loknum bikardrættinum í hádeginu í dag.

Íslenski boltinn

Guðjón vill nota bikarkeppnina til að koma Grindavík af stað í deildinni

Dregið var í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu karla nú í hádeginu. Grindvíkingar, sem sitja í neðasta sæti úrvalsdeildarinnar, án sigurs mæta Víkingum í Fossvoginum. Víkingar voru annað af tveimur liðum í pottinum í dag sem leika í næstefstu deild. Það lá því beinast við að spyrja Guðjón hvort hann telji sína menn ekki hafa verið heppna með andstæðing í næstu umferð.

Íslenski boltinn

Mandzukic fer til Bayern München

Bayern München hefur gengið frá kaupum á króatíska framherjanum Mario Mandzukic en Bayern mun borga VfL Wolsfburg um tólf milljónir evra fyrir leikmanninn. Mandzukic sló í gegn á EM en hann skoraði 3 mörk í 3 leikjum með Króötum í keppninni.

Fótbolti

KKÍ kynnti Domino's-deildirnar í dag

Nýtt nafn á Úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik var kynnt til sögunnar í dag en þær hafa heitið Iceland Express deildirnar undanfarin sjö ár eða frá og með 2005-06 tímabilinu. Næstu þrjú árin munu efstu deildir karla og kvenna hinsvegar bera nafn Domino's og heita Domino's deild karla og Domino's deild kvenna.

Körfubolti

KR-ingar fara til Eyja í 8 liða úrslitum bikarsins

Íslands- og bikarmeistarar KR þurfa að fara til Vestmannaeyja í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla en dregið var núna í hádeginu í höfuðstöðvum KSÍ. 1. deildarlið Víkinga og Þróttar fá bæði heimaleik á móti liðum í neðri hluta Pepsi-deildar karla.

Íslenski boltinn