Fréttir Saka Samgöngustofu um matarsóun og vanvirðingu við hænur Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir nýja markaðsherferð Samgöngustofu vanhugsaða. Hún stuðli að matarsóun og sé vanvirðing við hænur. Stofnunin sendi völdum samfélagsmiðlastjörnum eggjabakka og hvatti þær til þess að brjóta eggin. Innlent 13.10.2023 14:26 Boða til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar. Innlent 13.10.2023 13:11 Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. Innlent 13.10.2023 12:57 Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. Erlent 13.10.2023 12:22 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi stólaskipti í ríkisstjórninni en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun. Innlent 13.10.2023 11:38 Þingmennirnir mættir til Þingvalla Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. Innlent 13.10.2023 11:14 Bein útsending: Kvíði á ólíkum skeiðum lífsins Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir opinni málstofu í tilefni af geðheilbrigðisviku sem er nú haldin í skólanum í sjöunda sinn á vegum nemendaráðgjafar og sálfræðiþjónustu HR. Málstofan stendur milli 11:30 og 13:30. Innlent 13.10.2023 11:00 Boða formlega til ríkisráðsfundar Forseti Íslands hefur boðað formlega til ríkisráðsfundar, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 14 á morgun. Innlent 13.10.2023 10:54 Kennari látinn og tveir alvarlega særðir eftir árás í skóla í Arras Kennari er látinn og tveir alvarlega særðir eftir hnífaárás í Gambetta-framhaldsskólanum í bænum Arras í Frakklandi. Erlent 13.10.2023 10:40 Segja frumvarp um breytingar á lyfjalögum ganga alltof langt Félag atvinnurekenda hefur ítrekað umsögn sína um frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum og lögum um lækningatæki er varða upplýsingar um birgðastöðu. Innlent 13.10.2023 10:27 Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. Innlent 13.10.2023 10:19 Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. Innlent 13.10.2023 09:19 Óli Björn segir Covid-aðgerðir hafa gengið of langt Óli Björn Kárason, fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Frosta Logasonar í viðtalsþætti hans Spjallinu og telur að það verði að fara fram risauppgjör við aðgerðir yfirvalda á Covid-tímum. Innlent 13.10.2023 09:15 Bjartviðri í borginni Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld. Veður 13.10.2023 08:56 Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. Erlent 13.10.2023 08:11 Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. Erlent 13.10.2023 07:21 Segir sveitarfélög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupahjóla Hjólreiðaaðgerðarsinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjólreiðastígum höfuðborgarsvæðisins vera orðin eitt helsta vandamálið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitarfélög beri ábyrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá möguleika til betrumbóta. Innlent 13.10.2023 06:45 Stjórnarþingmenn funda á Þingvöllum í dag Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra. Innlent 13.10.2023 06:40 Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. Erlent 13.10.2023 06:36 Umferðarslys nærri Flúðum Umferðarslys var nærri Flúðum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða. Innlent 12.10.2023 23:02 Eldur kviknaði í bíl Eldur kviknaði í bíl við gatnamót Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílinn var á ferðinni þegar eldurinn kviknaði. Innlent 12.10.2023 22:31 Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. Erlent 12.10.2023 22:00 Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10 „Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. Innlent 12.10.2023 21:01 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Innlent 12.10.2023 21:01 Banaslys á buggybíl á Skógaheiði Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls. Innlent 12.10.2023 20:58 Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni. Innlent 12.10.2023 20:30 Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný. Innlent 12.10.2023 20:01 Opna tímabundna skiptistöð við Skúlagötu Vegna framkvæmda við Hlemm þarf að opna tímabundna skiptistöð fyrir Strætó við Skúlagötu. Innlent 12.10.2023 19:41 Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Innlent 12.10.2023 19:00 « ‹ ›
Saka Samgöngustofu um matarsóun og vanvirðingu við hænur Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir nýja markaðsherferð Samgöngustofu vanhugsaða. Hún stuðli að matarsóun og sé vanvirðing við hænur. Stofnunin sendi völdum samfélagsmiðlastjörnum eggjabakka og hvatti þær til þess að brjóta eggin. Innlent 13.10.2023 14:26
Boða til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar. Innlent 13.10.2023 13:11
Evrópuríki banna samkomur til stuðnings Palestínumönnum Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu. Innlent 13.10.2023 12:57
Bandaríkin geti „gengið og tuggið tyggjó á sama tíma“ „Bandaríkin geta gengið og tuggið tyggjó á sama tíma,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi með Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, nú fyrir stundu. Erlent 13.10.2023 12:22
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi stólaskipti í ríkisstjórninni en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun. Innlent 13.10.2023 11:38
Þingmennirnir mættir til Þingvalla Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. Innlent 13.10.2023 11:14
Bein útsending: Kvíði á ólíkum skeiðum lífsins Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir opinni málstofu í tilefni af geðheilbrigðisviku sem er nú haldin í skólanum í sjöunda sinn á vegum nemendaráðgjafar og sálfræðiþjónustu HR. Málstofan stendur milli 11:30 og 13:30. Innlent 13.10.2023 11:00
Boða formlega til ríkisráðsfundar Forseti Íslands hefur boðað formlega til ríkisráðsfundar, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 14 á morgun. Innlent 13.10.2023 10:54
Kennari látinn og tveir alvarlega særðir eftir árás í skóla í Arras Kennari er látinn og tveir alvarlega særðir eftir hnífaárás í Gambetta-framhaldsskólanum í bænum Arras í Frakklandi. Erlent 13.10.2023 10:40
Segja frumvarp um breytingar á lyfjalögum ganga alltof langt Félag atvinnurekenda hefur ítrekað umsögn sína um frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum og lögum um lækningatæki er varða upplýsingar um birgðastöðu. Innlent 13.10.2023 10:27
Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráðherrastól Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Benediktsson taki að sér annan ráðherrastól. Hann segist virða ákvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjármálaráðherra. Innlent 13.10.2023 10:19
Eiga ekki von á að ráðherramálin verði rædd Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir fund stjórnarþingmanna sem fram fer á Þingvöllum í dag hafa verið skipulagðan fyrir nokkrum vikum síðan. Hún á ekki von á því að ráðherramálin verði rædd. Innlent 13.10.2023 09:19
Óli Björn segir Covid-aðgerðir hafa gengið of langt Óli Björn Kárason, fyrrum þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er gestur Frosta Logasonar í viðtalsþætti hans Spjallinu og telur að það verði að fara fram risauppgjör við aðgerðir yfirvalda á Covid-tímum. Innlent 13.10.2023 09:15
Bjartviðri í borginni Í dag er von á norðanátt, tíu til átján metrum á sekúndu. Hvassast verður fyrir austan en bjartviðri verður á Suður- og Vesturlandi. Búist er við því að það lægi vestantil í kvöld. Veður 13.10.2023 08:56
Hyggjast eyðileggja umfangsmikið gangakerfi Hamas undir Gasa Ísraelsher hyggst uppræta Hamas-samtökin í þeim aðgerðum sem nú standa yfir, sem munu meðal annars miða að því að eyðileggja umfangsmikil göng sem liggja undir Gasaborg. Erlent 13.10.2023 08:11
Scalise dregur framboð sitt til baka eftir inngrip Trump Þingmaðurinn Steve Scalise frá Louisiana hefur dregið sig út úr kosningum um næsta forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eftir að honum mistókst að afla sér stuðnings harðlínu Repúblikana. Erlent 13.10.2023 07:21
Segir sveitarfélög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupahjóla Hjólreiðaaðgerðarsinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjólreiðastígum höfuðborgarsvæðisins vera orðin eitt helsta vandamálið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitarfélög beri ábyrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá möguleika til betrumbóta. Innlent 13.10.2023 06:45
Stjórnarþingmenn funda á Þingvöllum í dag Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra. Innlent 13.10.2023 06:40
Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. Erlent 13.10.2023 06:36
Umferðarslys nærri Flúðum Umferðarslys var nærri Flúðum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða. Innlent 12.10.2023 23:02
Eldur kviknaði í bíl Eldur kviknaði í bíl við gatnamót Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílinn var á ferðinni þegar eldurinn kviknaði. Innlent 12.10.2023 22:31
Reyna að umkringja úkraínska hermenn Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. Erlent 12.10.2023 22:00
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10
„Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. Innlent 12.10.2023 21:01
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Innlent 12.10.2023 21:01
Banaslys á buggybíl á Skógaheiði Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls. Innlent 12.10.2023 20:58
Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni. Innlent 12.10.2023 20:30
Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný. Innlent 12.10.2023 20:01
Opna tímabundna skiptistöð við Skúlagötu Vegna framkvæmda við Hlemm þarf að opna tímabundna skiptistöð fyrir Strætó við Skúlagötu. Innlent 12.10.2023 19:41
Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Innlent 12.10.2023 19:00