Fréttir Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. Innlent 4.6.2023 14:37 Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. Erlent 4.6.2023 14:34 Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. Innlent 4.6.2023 12:31 Hádegisfréttir Bylgjunnar BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga ganga innan skamms til fundar ríkissáttasemjara. Ef samningar nást ekki í dag skella allsherjarverkföll á á morgun Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig undir verkföll. Innlent 4.6.2023 11:43 Mikið undir í samningaviðræðum dagsins BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Ef samningar nást ekki skella á verkföll á morgun. Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig nú undir umfangsmiklar verkfallsaðgerðir. Innlent 4.6.2023 11:36 Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. Innlent 4.6.2023 09:41 Fimm bílar eyðilögðust í bruna í Engihjalla Íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að það kviknaði í fimm bílum á bílastæði við íbúðablokk í Engihjalla í Kópavogi í nótt. Innlent 4.6.2023 08:31 Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Erlent 4.6.2023 08:09 Skýjað og súld en ágætis hiti Hæð suður af landinu viðheldur þrálátum suðvestlægum áttum næstu daga. Í dag verður skýjað með rigningu og súld um landið vestanvert en þurrt og hlýtt um landið austanverrt þó ekki verði jafn bjart og hlýtt þar og hefur verið. Veður 4.6.2023 07:29 Norðurþing og Vegagerðin deila um brú Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Vegagerðarinnar um að banna vörubílum og fólksflutningabílum að aka yfir brú yfir Skjálfandafljót. Ný brú verður kláruð eftir fimm ár. Vegagerðin segir þetta öryggisatriði. Innlent 4.6.2023 07:02 Hryllingssögur berast af lestarslysinu „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Erlent 3.6.2023 23:48 Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. Innlent 3.6.2023 23:09 Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. Innlent 3.6.2023 22:18 Hlaupahjólasprenging og árekstrar á meðal fjölmargra verkefna Slökkvilið hefur sinnt hátt í sextíu sjúkraflutningum og farið í átta dælubíla-útköll það sem af er degi. Meðal verkefna er sprenging sem varð út frá hlaupahjóli og umferðarslys í Garðabæ og Heiðmörk. Innlent 3.6.2023 21:06 „Þú mátt aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust“ Blind reykköfun, vatnssöfnun og ákvarðanataka undir gífurlegu álagi er meðal þess sem nemar í slökkviliðsfræðum voru prófaðir í þegar lokapróf í greininni fóru fram í gær. Nemendurnir segja úthaldið og baráttu við hausinn það erfiðasta. Innlent 3.6.2023 20:01 Brotist inn í Tækniskólann Brotist var inn í Tækniskólann á Frakkastíg í Reykjavík fyrr í dag. Innlent 3.6.2023 18:15 Björgunarsveit kölluð út vegna fótbrots á Snæfellsnesi Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út skömmu eftir klukkan fimm í dag vegna tilkynningar um fótbrot manns sem var á ferð um Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi. Innlent 3.6.2023 17:39 Leggur á ráðin með kvikmyndagerðamanni bak við lás og slá Ríkissaksóknari í Utah fylki í Bandaríkjunum segir konu sem grunuð er um að hafa myrt eiginmann sinn og í kjölfarið skrifað barnabók um sorg vera í samskiptum við kvikmyndagerðarmann með heimildarmynd um málið í vinnslu. Erlent 3.6.2023 17:14 New York er að sökkva New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Erlent 3.6.2023 16:31 Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“ BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör. Innlent 3.6.2023 14:34 „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll þá fer allt á hvolf“ Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf, komi til allsherjarverkfalls sem boðað hefur verið til eftir helgi. Hann segir afar áhættusamt fyrir viðsemjendur að neyða þau út í slíkar aðgerðir. Innlent 3.6.2023 12:10 Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Innlent 3.6.2023 12:04 Hádegisfréttir Bylgjunnar Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í Karphúsinu um klukkan sex í gærkvöldi án árangurs, þrátt fyrir sleitulausan fund í allan gærdag. Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf komi til allsherjarverkfalls sem hefur verið boðað eftir helgi. Innlent 3.6.2023 11:34 „Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Innlent 3.6.2023 10:58 Björgunaraðgerðum lokið og nær 300 sagðir látnir Tala staðfestra dauðsfalla í kjölfar lestarslyssins í Odisha-ríki í Indlandi í gær hefur hækkað upp í yfir 260 manns. Björgunaraðgerðum á slysstað er lokið og um þúsund manns eru sagðir slasaðir. Erlent 3.6.2023 10:58 Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. Erlent 3.6.2023 09:22 Gruna að sænski greifinn hafi óttast haldlagningu á Biblíubréfinu Sænskur greifi neitaði íslenskum sýningarhöldurum um að fá að sýna hið verðmæta Biblíubréf. Greifinn hefur áður lánað þeim bréfið en sýningarhöldurum grunar að hann þori því ekki eftir útgáfu heimildarmyndar þar sem sagt er að bréfinu hafi verið stolið. Innlent 3.6.2023 09:01 Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali. Innlent 3.6.2023 08:01 Gaupi has left the building Í vikunni urðu tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – lét af störfum sem íþróttafréttamaður eftir rúmlega þrjátíu ára frækinn og farsælan feril á Stöð 2. Hann er kominn á eftirlaun en hefur sannarlega sögu að segja, ansi margar ef út í það er farið. Þó handboltinn hafi átt hug hans er alltaf stutt í Elvis. Innlent 3.6.2023 08:01 Erilsöm nótt hjá lögreglu Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt en 120 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gærkvöldi til fimm í nótt. Þar af snerust mörg um umferð og bíla, þar sem fólk var stöðvað vegna öryggisbelta, nagladekkja ljósa og aksturs án ökuréttinda. Innlent 3.6.2023 07:35 « ‹ ›
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. Innlent 4.6.2023 14:37
Segir saklausan Schofield áreittan í nornaveiðum Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson furðar sig á gagnrýni í garð Phillip Schofield og segir málið vera nornaveiðar. Hann hafi ekki framið neinn glæp og sé aðeins sekur um að vera samkynhneigður. Schofield sjálfur hefur sagt að ferill sinn sé á enda og hann sjái ekkert nema svartnætti fram undan. Erlent 4.6.2023 14:34
Silver Cross barnavagnar til sýnis á Skagaströnd Þrettán Silver Cross barnavagnar eru nú til sýnis á Skagaströnd en kona á staðnum hefur safnað vögnunum saman og skrifað sögu hvers og eins. Hún segir glæsileikann verða merkilegast við Silver Cross vagna. Innlent 4.6.2023 12:31
Hádegisfréttir Bylgjunnar BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga ganga innan skamms til fundar ríkissáttasemjara. Ef samningar nást ekki í dag skella allsherjarverkföll á á morgun Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig undir verkföll. Innlent 4.6.2023 11:43
Mikið undir í samningaviðræðum dagsins BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Ef samningar nást ekki skella á verkföll á morgun. Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig nú undir umfangsmiklar verkfallsaðgerðir. Innlent 4.6.2023 11:36
Mikið um slagsmál og ölvunarakstur í nótt Nóttin var annasöm hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu en ellefu gista nú fangageymslur vegna ýmissa brota, þar á meðal slagsmála og vörslu á fíkniefnum. Mikil ölvun var í miðborginni og var lögreglan kölluð í mörg samkvæmi vegna kvartana undan hávaða. Innlent 4.6.2023 09:41
Fimm bílar eyðilögðust í bruna í Engihjalla Íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að það kviknaði í fimm bílum á bílastæði við íbúðablokk í Engihjalla í Kópavogi í nótt. Innlent 4.6.2023 08:31
Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Erlent 4.6.2023 08:09
Skýjað og súld en ágætis hiti Hæð suður af landinu viðheldur þrálátum suðvestlægum áttum næstu daga. Í dag verður skýjað með rigningu og súld um landið vestanvert en þurrt og hlýtt um landið austanverrt þó ekki verði jafn bjart og hlýtt þar og hefur verið. Veður 4.6.2023 07:29
Norðurþing og Vegagerðin deila um brú Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum af ákvörðun Vegagerðarinnar um að banna vörubílum og fólksflutningabílum að aka yfir brú yfir Skjálfandafljót. Ný brú verður kláruð eftir fimm ár. Vegagerðin segir þetta öryggisatriði. Innlent 4.6.2023 07:02
Hryllingssögur berast af lestarslysinu „Móðir mín var týnd og ég fékk aðeins mynd af líkinu,“ segir sonur eins þeirra sem létust í hryllilegu lestarslysi í Odisha-ríki í Indlandi í gær. Að minnsta kosti 288 manns létust og ríflega þúsund manns slösuðust. Erlent 3.6.2023 23:48
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. Innlent 3.6.2023 23:09
Flugsýning einn af stærstu menningarviðburðum borgarinnar Þúsundir manna sóttu flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem sjá mátti þverskurð íslenska fluggeirans, allt frá litlum drónum upp í stórar farþegaþotur. Margir tóku andköf þegar djarfir listflugmenn veltu sér um háloftin. Innlent 3.6.2023 22:18
Hlaupahjólasprenging og árekstrar á meðal fjölmargra verkefna Slökkvilið hefur sinnt hátt í sextíu sjúkraflutningum og farið í átta dælubíla-útköll það sem af er degi. Meðal verkefna er sprenging sem varð út frá hlaupahjóli og umferðarslys í Garðabæ og Heiðmörk. Innlent 3.6.2023 21:06
„Þú mátt aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust“ Blind reykköfun, vatnssöfnun og ákvarðanataka undir gífurlegu álagi er meðal þess sem nemar í slökkviliðsfræðum voru prófaðir í þegar lokapróf í greininni fóru fram í gær. Nemendurnir segja úthaldið og baráttu við hausinn það erfiðasta. Innlent 3.6.2023 20:01
Brotist inn í Tækniskólann Brotist var inn í Tækniskólann á Frakkastíg í Reykjavík fyrr í dag. Innlent 3.6.2023 18:15
Björgunarsveit kölluð út vegna fótbrots á Snæfellsnesi Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út skömmu eftir klukkan fimm í dag vegna tilkynningar um fótbrot manns sem var á ferð um Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi. Innlent 3.6.2023 17:39
Leggur á ráðin með kvikmyndagerðamanni bak við lás og slá Ríkissaksóknari í Utah fylki í Bandaríkjunum segir konu sem grunuð er um að hafa myrt eiginmann sinn og í kjölfarið skrifað barnabók um sorg vera í samskiptum við kvikmyndagerðarmann með heimildarmynd um málið í vinnslu. Erlent 3.6.2023 17:14
New York er að sökkva New York borg er hægt og rólega að sökkva. Rúmlega ein milljón bygginga eru í borginni og þar er leirkenndur jarðvegur borgarinnar smám saman að gefa eftir undan þunganum. Erlent 3.6.2023 16:31
Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“ BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör. Innlent 3.6.2023 14:34
„Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll þá fer allt á hvolf“ Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf, komi til allsherjarverkfalls sem boðað hefur verið til eftir helgi. Hann segir afar áhættusamt fyrir viðsemjendur að neyða þau út í slíkar aðgerðir. Innlent 3.6.2023 12:10
Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja. Innlent 3.6.2023 12:04
Hádegisfréttir Bylgjunnar Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í Karphúsinu um klukkan sex í gærkvöldi án árangurs, þrátt fyrir sleitulausan fund í allan gærdag. Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf komi til allsherjarverkfalls sem hefur verið boðað eftir helgi. Innlent 3.6.2023 11:34
„Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Innlent 3.6.2023 10:58
Björgunaraðgerðum lokið og nær 300 sagðir látnir Tala staðfestra dauðsfalla í kjölfar lestarslyssins í Odisha-ríki í Indlandi í gær hefur hækkað upp í yfir 260 manns. Björgunaraðgerðum á slysstað er lokið og um þúsund manns eru sagðir slasaðir. Erlent 3.6.2023 10:58
Úkraínumenn tilbúnir til að hefja gagnsóknina Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn tilbúna til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir að sóknin verði erfið og kostnaðarsöm en hann hafi trú á því að hún muni heppnast, þó hún gæti tekið langan tíma. Erlent 3.6.2023 09:22
Gruna að sænski greifinn hafi óttast haldlagningu á Biblíubréfinu Sænskur greifi neitaði íslenskum sýningarhöldurum um að fá að sýna hið verðmæta Biblíubréf. Greifinn hefur áður lánað þeim bréfið en sýningarhöldurum grunar að hann þori því ekki eftir útgáfu heimildarmyndar þar sem sagt er að bréfinu hafi verið stolið. Innlent 3.6.2023 09:01
Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali. Innlent 3.6.2023 08:01
Gaupi has left the building Í vikunni urðu tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu. Guðjón Guðmundsson – Gaupi – lét af störfum sem íþróttafréttamaður eftir rúmlega þrjátíu ára frækinn og farsælan feril á Stöð 2. Hann er kominn á eftirlaun en hefur sannarlega sögu að segja, ansi margar ef út í það er farið. Þó handboltinn hafi átt hug hans er alltaf stutt í Elvis. Innlent 3.6.2023 08:01
Erilsöm nótt hjá lögreglu Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt en 120 mál voru skráð í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá fimm í gærkvöldi til fimm í nótt. Þar af snerust mörg um umferð og bíla, þar sem fólk var stöðvað vegna öryggisbelta, nagladekkja ljósa og aksturs án ökuréttinda. Innlent 3.6.2023 07:35