Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 19:00 Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira