Fréttir

Skjálfti 4,5 að stærð við Grinda­vík

Jarðskjálfti af stærðinni 4,5 mældist nærri Grindavík klukkan 8:18. Skjálftinn er annar sem mælist yfir þremur að stærð á Reykjanesi í morgun. Jarðskjálftinn fannst vel á Reykjanesi, á höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp á Akranes. 

Innlent

Rússar sækja hart fram í austri

Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa.

Erlent

Repúbli­könum mis­tekst leið­toga­valið í þriðja sinn

Repúblikönum í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings tekst ekki að velja þing­for­seta en Tom Em­mer varð í dag þriðji Repúblikaninn á ör­skömmum tíma sem ekki fær nægilegan stuðning í atkvæðagreiðslum þingmanna. Flokkurinn fer með meiri­hluta í full­trúa­deildinni.

Erlent

Telja líklegt að nasistar hafi haft eitthvað stærra í bígerð

Gamlir svifflugmenn telja líkur á því að nasistar hafi nýtt þýskan svifflugleiðangur til Íslands skömmu fyrir stríð til að undirbúa mögulega innrás. Breski herinn taldi hættuna það mikla að hann gerði Sandskeið ónothæft sem flugvallarstæði með því að þekja það sprengigígum.

Innlent

„Til­efni fyrir alla vald­hafa að hlusta“

Skipu­leggj­endur kvenna­verk­fallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri sam­stöðu sem hafi myndast á Arnar­hóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti til­efni fyrir vald­hafa til að hlusta.

Innlent

„Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram”

Margar sunnlenskar konur nýtt sér ókeypis rútuferð í boð verkalýðsfélaga til að mæta á samstöðufundinn á Austurvelli í dag. „Við erum ekki nógu frekar að troða okkur áfram, en þetta er að koma,” segir ein af konunum, sem nýtti sér rútuferðina .

Innlent

Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði

Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Konur og kvár lögðu niður störf í dag og fjölmenntu á baráttufundi um land allt. Stærsti fundurinn var í miðbænum og talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið saman á Arnarhóli.

Innlent

Kvennafrídagurinn í myndum

Allt lagðist á eitt við að gera Kvennafrídaginn og baráttufund við Arnarhól að mest sótta viðburði Íslandssögunnar. Ef að líkum lætur. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á vettvangi.

Innlent

Ók á 150 kíló­metra hraða og marga hringi í hring­torgum

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón.

Innlent

Hló að spurningu um meinta tví­fara Pútíns

Talsmaður stjórnvalda í Kreml hló á blaðamannafundi í morgun þegar hann var spurður út í orðróm um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi fengið hjartaáfall á sunnudag og að hann nýtti sér tvífara í stað þess að koma fram opinberlega.

Erlent

Göngu­fólk villtist á Ingólfs­fjalli

Í gærkvöldi barst björgunarsveitum beiðni um aðstoð frá fólki sem gengið hafði á Ingólfsfjall milli Hveragerðis og Selfoss, og villst. Niðamyrkur var komið og fólkið treysti sér ekki til að halda áfram.

Innlent

Hvetja for­setann að sóa ekki meiri tíma

Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra.

Erlent

Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans.

Innlent