Manchester United vann sinn fyrsta sigur á Everton á Goodison Park í fjögur ár þegar lærisveinar Louis van Gaal báru sigurorð af Bítlaborgarliðinu, 0-3, í dag.
Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan.
Morgan Schneiderlin kom United yfir á 18. mínútu og fjórum mínútum síðar skallaði Ander Herrera boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf Marcos Rojo.
Wayne Rooney gulltryggði svo sigur United þegar hann skoraði þriðja markið á 62. mínútu eftir sendingu Herrera sem átti frábæran leik í dag. Þetta var fyrsta mark Rooney á útivelli í ensku úrvalsdeildinni síðan í nóvember 2014.
United er í 2. sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Manchester City.
Everton er hins vegar í 9. sæti með 13 stig en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum.
Herrera frábær í langþráðum sigri United á Goodison Park | Sjáðu mörkin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar