"Þetta sport er búið að blómstra og er aðalsportið í dag“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 13:00 Guðmundur Örn og Guðjón fara yfir bogfimina. Myndir/úr einkasafni „Þetta sport er búið að blómstra og er aðalsportið í dag. Ég held að fólk fíli kikkið þegar það dregur apparat að sér og sleppir því hratt frá sér í skotmarkið og hittir þann punkt sem það vildi hitta,“ segir Guðjón Einarsson, einn af stofnendum Bogfimisetursins. Guðjón opnaði setrið ásamt Guðmundi Erni Guðjónssyni í nóvember árið 2012. Þá var hann nýbyrjaður að æfa sportið en hann hætti í vinnu sinni sem bifreiðasmiður til að einbeita sér að Bogfimisetrinu. „Ég byrjaði í apríl árið 2012 og fór á fyrsta Íslandsmeistaramótið utandyra í júlí sama ár. Áhuginn var svo mikill. Vinur minn átti verkstæði og það var akkúrat keppnisvegalengd á milli veggja þannig að við vorum oft að æfa okkur að skjóta til fjögur, fimm á nóttunni. Konan var ekki sátt,“ segir Guðjón hlæjandi. „Ég fékk þetta algjörlega á heilann. Þetta er algjör snilld.“ Guðjón segir að hver sem er geti kíkt í Bogfimisetrið, sem starfrækt er á Akureyri og í Kópavogi, og prófað íþróttina en mælir með að fólk hringi á undan sér um helgar þar sem hópar flykkist í sportið um þessar mundir.Hér sést Guðjón æfa sig ásamt Guðmundi Erni og Krissa.„Þetta er afþreying sem öll fjölskyldan getur stundað. Þetta er einstaklingssport líka og ekki háð liðum. Hér getur maður komið að skjóta og verið algjörlega í sínum eigin heimi. Þetta er tæknilegt en í raun og veru þarf enga sérstaka hæfni til að stunda íþróttina. Maður er mjög snöggur að ná þessu upp að vissu marki og síðan þarf maður að hugsa aðeins lengra. Þetta snýst að einhverju leyti um búnað en líka um manninn á bak við bogann,“ segir Guðjón. Áður en Bogfimisetrið var opnað gat almenningur ekki prófað íþróttina neins staðar. „Þá voru skráð tíu manns í bogfimi á Íslandi. Fyrsta árið sem við vorum með opið fjölgaði þeim í 250 og er fjöldinn nú kominn langt yfir þrjú hundruð manns,“ segir Guðjón en Bogfimisetrið leitar nú að útiaðstöðu. Keppnisandinn er það sem heillar Guðjón mest við íþróttina en hann segir jafnframt að hópurinn sem stundar bogfimi sé mjög náinn. „Þetta er mjög jákvætt sport og þéttur hópur sem stundar það. Félagsmenn hjálpa almenningi og hér er ekki til fýla. Það ríkir náttúrulega keppnisandi en alls ekki á neikvæðum nótum.“Í Kópavogi komast allt að 27 manns samtímis að til að æfa sig og 30 manns á AkureyriYngsti iðkandinn fjögurra ára • Allir eru velkomnir til að æfa bogfimi í Bogfimisetrinu en fjórtán ára og yngri aðeins í fylgd með fullorðnum. • Yngsta manneskjan sem stundar bogfimi reglulega í Bogfimisetrinu er fjögurra ára stelpa og sá elsti maður um nírætt. • Skipulagðar æfingar í bogfimi hófust árið 1974 á Íslandi með stofnun Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og Íþróttafélags fatlaðra á Akureyri. • Staðalbogi í markbogfimi kallast sveigbogi. • Svokallaður trissubogi er vinsæll sem veiðibogi. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
„Þetta sport er búið að blómstra og er aðalsportið í dag. Ég held að fólk fíli kikkið þegar það dregur apparat að sér og sleppir því hratt frá sér í skotmarkið og hittir þann punkt sem það vildi hitta,“ segir Guðjón Einarsson, einn af stofnendum Bogfimisetursins. Guðjón opnaði setrið ásamt Guðmundi Erni Guðjónssyni í nóvember árið 2012. Þá var hann nýbyrjaður að æfa sportið en hann hætti í vinnu sinni sem bifreiðasmiður til að einbeita sér að Bogfimisetrinu. „Ég byrjaði í apríl árið 2012 og fór á fyrsta Íslandsmeistaramótið utandyra í júlí sama ár. Áhuginn var svo mikill. Vinur minn átti verkstæði og það var akkúrat keppnisvegalengd á milli veggja þannig að við vorum oft að æfa okkur að skjóta til fjögur, fimm á nóttunni. Konan var ekki sátt,“ segir Guðjón hlæjandi. „Ég fékk þetta algjörlega á heilann. Þetta er algjör snilld.“ Guðjón segir að hver sem er geti kíkt í Bogfimisetrið, sem starfrækt er á Akureyri og í Kópavogi, og prófað íþróttina en mælir með að fólk hringi á undan sér um helgar þar sem hópar flykkist í sportið um þessar mundir.Hér sést Guðjón æfa sig ásamt Guðmundi Erni og Krissa.„Þetta er afþreying sem öll fjölskyldan getur stundað. Þetta er einstaklingssport líka og ekki háð liðum. Hér getur maður komið að skjóta og verið algjörlega í sínum eigin heimi. Þetta er tæknilegt en í raun og veru þarf enga sérstaka hæfni til að stunda íþróttina. Maður er mjög snöggur að ná þessu upp að vissu marki og síðan þarf maður að hugsa aðeins lengra. Þetta snýst að einhverju leyti um búnað en líka um manninn á bak við bogann,“ segir Guðjón. Áður en Bogfimisetrið var opnað gat almenningur ekki prófað íþróttina neins staðar. „Þá voru skráð tíu manns í bogfimi á Íslandi. Fyrsta árið sem við vorum með opið fjölgaði þeim í 250 og er fjöldinn nú kominn langt yfir þrjú hundruð manns,“ segir Guðjón en Bogfimisetrið leitar nú að útiaðstöðu. Keppnisandinn er það sem heillar Guðjón mest við íþróttina en hann segir jafnframt að hópurinn sem stundar bogfimi sé mjög náinn. „Þetta er mjög jákvætt sport og þéttur hópur sem stundar það. Félagsmenn hjálpa almenningi og hér er ekki til fýla. Það ríkir náttúrulega keppnisandi en alls ekki á neikvæðum nótum.“Í Kópavogi komast allt að 27 manns samtímis að til að æfa sig og 30 manns á AkureyriYngsti iðkandinn fjögurra ára • Allir eru velkomnir til að æfa bogfimi í Bogfimisetrinu en fjórtán ára og yngri aðeins í fylgd með fullorðnum. • Yngsta manneskjan sem stundar bogfimi reglulega í Bogfimisetrinu er fjögurra ára stelpa og sá elsti maður um nírætt. • Skipulagðar æfingar í bogfimi hófust árið 1974 á Íslandi með stofnun Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og Íþróttafélags fatlaðra á Akureyri. • Staðalbogi í markbogfimi kallast sveigbogi. • Svokallaður trissubogi er vinsæll sem veiðibogi.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira