Fleiri fréttir

Cardiff nálgast toppsætið

Öll Íslendingaliðin í ensku 1. deildinni voru í eldlínunni í kvöld. Cardiff nálgast topplið Wolves, sem á þó leik til góða.

Wenger gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Gylfa

Dagar Arsene Wenger hjá Arsenal virðast vera taldir þótt franski stjórinn þrjóskist enn við í stjórastólnum á Emirates. Samkvæmt nýjustu sögusögnum frá Englandi þá verður Wenger ekki lengi atvinnulaus verði hann rekinn frá Arsenal.

„Barnalegt mark“ sem breytti öllu

Knattspyrnustjóri Manchester United, Jose Mourinho, var langt frá því að vera sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna gegn Crystal Palace í kvöld.

Guardiola tekur niður gulu slaufuna

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur samþykkt að hætta að bera gulu slaufuna sem hann hefur verið með á hliðarlínunni í leikjum á Englandi.

Wenger útilokar fjórða sætið

Tap Arsenal í dag var það fjórða í röðinni, liðið hefur ekki tapað fleiri leikjum í röð síðan árið 2002.

Áfram halda vandræði Arsenal

Vandræði Arsenal héldu áfram í dag þegar liðið heimsótti Brighton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Upphitun: Meistaraefnin mæta meisturunum | Myndband

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brighton tekur á móti Arsenal sem hefur gengið afar illa á útivelli það sem af er ári. Í stórleik umferðarinnar mætast síðan Manchester City og Chelsea.

Bristol fór illa með Sheffield Wednesday

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörn Bristol City sem vann öruggan 4-0 sigur á Sheffield Wednesday í dag. Fyrir leikinn í dag hafði Bristol ekki unnið síðustu fimm leiki sína í deildinni.

Jói Berg lagði upp og hafði betur gegn Gylfa

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley höfðu betur í Íslendingaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ellefu leikja hrinu án sigurs því lokið hjá Burnley.

Gascoigne heimsótti Everton og hitti Rooney

Paul Gascoigne, fyrrum leikmaður Everton og enska landsliðsins meðal annars, var mættur á æfingarsvæðið hjá Everton í gær. Everton spilar gegn Burnley í dag.

Sjá næstu 50 fréttir