Enski boltinn

Sjáðu fyrstu þriggja marka endurkomu Man. Utd í fimm ár og uppgjör helgarinnar í enska

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Nemanja Matic fagnar með sínum mönnum.
Nemanja Matic fagnar með sínum mönnum. vísir/getty
Manchester United endurheimti annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið vann hádramatískan sigur á Crystal Palace á útivelli, 3-2.

Heimamenn komust yfir strax á 11. mínútu þegar að Andros Townsend skoraði og lærisveinar Roy Hodgson bættu við marki þegar seinni hálfleikurinn var nýbyrjaður.

Staðan var enn þá 2-0 þegar tæpar 55 mínútur voru búnar en þá hóf miðvörðurinn Chris Smalling endurkomu gestanna með skallamarki. Romelu Lukaku jafnaði svo metin þegar að fjórtán mínútur voru til leiksloka, 2-2.

Manchester United reyndi hvað það gat að vinna leikinn og það tókst undir lok uppbótartímans þegar að serbneski miðjumaðurinn Nemanja Matic skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig, 3-2.

United var á sínum tíma, undir stjórn Sir Alex Ferguson, þekkt fyrir magnaðar endurkomu en lítið hefur verið um þær síðustu ár.

Þetta var fyrsta þriggja marka endurkoman sem endaði með sigri í heil fimm ár en síðan liðið vann Hull á öðrum degi jóla árið 2013 eftir að lenda tveimur mörkum undir.

Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leiknum sem og allt það besta frá síðustu umferð í enska boltanum.

Uppgjör helgarinnar
Markvörslur helgarinnar
Markvörslur helgarinnar
Mörk helgarinnar

Tengdar fréttir

„Barnalegt mark“ sem breytti öllu

Knattspyrnustjóri Manchester United, Jose Mourinho, var langt frá því að vera sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna gegn Crystal Palace í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×