Enski boltinn

Petr Cech tekur tapið gegn Brighton á sig

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Erfiður dagur hjá Cech
Erfiður dagur hjá Cech vísir/getty
Tékkneski markvörðurinn Petr Cech hefur beðist afsökunar á frammistöðu sinni í 2-1 tapi Arsenal gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Notaði Cech Twitter síðu sína til að koma eftirfarandi skilaboðum frá sér.

,,Ef þú vilt vinna útileik í erfiðustu deildarkeppni heims getur markvörðurinn þinn ekki fengið á sig tvö mörk eins og ég gerði í dag. Það er ekki möguleiki. Liðið barðist en skaðinn var skeður," segir í tísti Cech sem sjá má hér að neðan.

Arsenal hefur verið í frjálsu falli að undanförnu en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum.


Tengdar fréttir

Áfram halda vandræði Arsenal

Vandræði Arsenal héldu áfram í dag þegar liðið heimsótti Brighton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×