Viðskipti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Refresco kaupir gosdrykkjarisa

Evrópski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco Group, sem eignarhaldsfélagið Stoðir, áður FL Group, á tæplega níu prósenta hlut í, hefur ákveðið að kaupa kanadíska gosdrykkjaframleiðandann Cott Corporation.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Paint verður áfram til staðar

Microsoft er hætt við að henda MS Paint eftir að mikil sorg braust út á samfélagsmiðlum. Forritið verður áfram aðgengilegt ókeypis í vefverslun Windows þó að það verði ekki hluti af nýjum uppfærslum á Windows 10-stýrikerfinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bankastjórar græða á bréfum

Virði hlutabréfa í eigu bankastjóra tveggja af stærstu bönkum heims, JPMorgan Chase og Goldman Sachs, jókst um 314 milljónir dala, eða 33 milljarða króna, í fyrra. Nutu þeir sérstaklega góðs af hækkunum á hlutabréfaverði bankanna í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump í nóvember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir í Árvakri

Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur bætt við hlut sinn í Árvakri, útgefanda Morgunblaðsins. Félagið á nú 14,15 prósenta hlut í einkahlutafélaginu Þórsmörk, sem er eigandi Árvakurs, en átti áður rúmlega níu prósenta hlut. Félagið er þriðji stærsti eigandi Þórsmerkur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur borgina hafa orðið af 200 milljónum

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að Reykjavíkurborg hafi tapað tæplega 200 milljónum króna á því að bíða ekki með að selja fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. Fulltrúar meirihluta borgarráðs vísa því á bug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ákvörðunin kom á óvart

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur hjá Grikkjum

Grísk stjórnvöld hafa áform um að sækja sér fé á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í fyrsta sinn í meira en þrjú ár. Þau hafa ráðið sex banka til þess að sjá um skuldabréfaútgáfuna, en gefin verða út skuldabréf til fimm ára.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum

Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri fjárfesting í nýsköpun

Á öðrum ársfjórðungi ársins var fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum hér á landi fyrir 14 milljónir dollara, jafnvirði 1,47 milljarða íslenskra króna, samkvæmt frétt Norðurskautsins. Sjötíu prósent fjármagnsins komu að utan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli

Ekki er talið að nýjar reglur FME um hámark veðsetningarhlutfalls muni breyta miklu, enda hafa bankarnir almennt stigið varlega til jarðar í lánveitingum til fasteignakaupa. Hagfræðingur segir allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fargjöld hækka umfram spár

Hækkun húsnæðisverðs og flugfargjalda til útlanda knúði verðbólguna áfram í júlí. Ársverðbólga hækkaði úr 1,5 prósentum í 1,8 prósent á milli mánaða. Á móti vógu þó áhrif af sumarútsölum.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir