Enski boltinn

Sjáðu hvernig Man. City sundurspilaði Arsenal í gær og svo viðtalið við Wenger

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leroy Sane fagnar þriðja markinu.
Leroy Sane fagnar þriðja markinu. Vísir/Getty
Manchester City steig enn eitt skrefið nær Englandsmeistaratitlinum með 3-0 sigri á Arsenal á Emirates-leikvanginum í London í gærkvöldi. City-liðið hefur nú sextán stiga forskot á toppnum.

Manchester City menn tóku Arsenal í kennlustund á fyrsta hálftíma leiksins þar sem leikmenn Pep Guardiola skoruðu þrjú frábær mörk þar sem City-liðið sundurspilaði oft Arsenal-vörnina.

City hafði unnið 3-0 sigur á Arsenal í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn en martröð Arsenal hélt áfram í gærkvöldi.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum sem voru öll af betri gerðinni en þau skoruðu þeir Bernardo Silva, David Silva og Leroy Sane. Ederson varði síðan vítaspyrnu Pierre-Emerick Aubameyang í seinni hálfleik.

Það má einnig sjá viðtöl við knattspyrnustjórana tvo eftir leik þá Arsene Wenger hjá Arsenal og Pep Guardiola hjá Manchester City.

Mörkin úr leik Arsenal og Manchester City
Viðtalið við Arsene Wenger eftir leik
Viðtalið við Pep Guardiola eftir leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×