Enski boltinn

Gascoigne heimsótti Everton og hitti Rooney

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gascoigne í leik með Everton á sínum tíma.
Gascoigne í leik með Everton á sínum tíma. vísir/getty
Paul Gascoigne, fyrrum leikmaður Everton og enska landsliðsins meðal annars, var mættur á æfingarsvæðið hjá Everton í gær. Everton spilar gegn Burnley í dag.

Gascoigne var í heimsókn á sínum gamla heimavelli þar sem hann ræddi meðal annars við Wayne Rooney, Jordan Pickford, Sam Allardyce og fleiri góða menn innan félagsins.

„Ég kom stundum og horfði á unglingaliðið spila og ég man eftir að Colin Harvey, þjálfair U18, sagði að hann ætlaði að láta krakkann inn á. Hann sagði að ég ætti að horfa á hann,” sagði Gascoigne.

„Þeir voru að tapa 1-0, Rooney var fjórtán ára og hann kom inn á og skoraði tvö ótrúlegt mörk. Ótrúleg mörk. Hann kom á æfingu hjá aðalliðinu þegar hann var fimmtán ára.”

„Hann var í fríi í skólanum og var með og hann spilaði eins og hann hefði verið með okkur allt sitt líf. Ótrúlegur, sterkur og þá vissiru að hann myndi verða ótrúlegur leikmaður.”

„Þvílíkur leikmaður. Það er gott að sjá hann aftur í klúbbnum þar sem hann ólst upp. Hann hefur alltaf elskað félagið og fyrir hann að koma til baka og klára ferilinn er frábært fyrir hann og félagið.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×