Enski boltinn

Jamie Redknapp um Everton: Ég sé enga liðsheild

Einar Sigurvinsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði 83 mínútur í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði 83 mínútur í dag. Vísir/Getty
Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky Sport, var harðorður í garð Everton eftir 2-1 tap liðsins gegn Burnley í dag. Hann segir ekki neinn einstakan leikmann Everton heilla sig og sem lið sé samheldnin engin.

„Það eru engir hæfileikar í þessu liði sem heilla mig. Ég spilaði gegn góðum leikmönnum Everton á sínum tíma. Þeir voru skipulagðir og spiluðu fast. En ég horfi á þá spila núna skil ekkert hvað þeir eru að gera.“

Redknapp telur ekki að Everton þurfi að hafa áhyggjur af falli, en er ekki bjartsýnn á framhaldið.

„Þeir eiga eftir að fá stig og halda sér uppi. En þegar ég horfi á þá spila núna sé ekkert til að vera spenntur yfir, ég sé ekkert lið.“



Stóri Sam þungur á brún yfir leik sinna manna.Vísir/Getty
Stuðningsmenn Everton létu óþökk sína á þjálfara liðsins, Sam Allardyce, bersýnilega í ljós í leikslok í dag. Redknapp vill þó ekki meina að slæmt gengi liðsins sé alfarið Allardyce að kenna.

„Ég held að það megi ekki kenna Sam Allardyce um þetta, hann var ekki þarna í upphafi tímabilsins þegar þeir eyddu 200 milljónum punda. Þegar þú selur Lukaku verðurðu að vita hvern þú ætlar að koma með í staðinn. Hann er meira að segja illa staddur varnarlega. Asley Williams leit mjög illa út í dag.“

Everton situr sem stendur í 10. sæti deildarinnar með 34 stig. Liðið hefur nú tapað 19 keppnisleikjum til þessa á tímabilinu. Fleiri hafa tapleikir Everton ekki verið síðan tímabilið 2005-2006 þegar liðið tapaði 21. leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×