Enski boltinn

Messan: Í þessu eru Liverpool menn orðnir miklu betri í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Liverpool liðið mætir Porto í Meistaradeildinni í kvöld en um helgina vann liðið sinn fjórða leik í röð í öllum keppnum.

Messan fór yfir frammistöðu Liverpool liðsins í sigurleiknum á móti Newcastle og tók sérstaklega fyrir eitt marka liðsins í leiknum.

Reynir Leósson hafi sterka skoðun á því sem Liverpool liðið er að geta betur að undanförnu en sem dæmi fyrir áramót.  

„Við höfum verið að tala um það hvernig Liverpool liðið er þegar þeir vinna boltann og fara í skyndisóknir. Þeir eru algjörlega frábærir í því en það sem mér finnst þeir vera orðnir miklu betri í dag er hratt spil,“ sagði Reynir.

„Þeir halda boltanum og setja svo allt í einu upp tempóið þegar andstæðingurinn er kominn í stöðu. Þeir voru að ströggla við það fyrr á leiktíðinni að brjóta varnir andstæðinganna niður,“ sagði Reynir.

„Mér finnst þeir geta blandað leiknum miklu betur eftir áramót. Þeir láta boltann ganga og allt í einu setja þeir tempóið af stað. Við sjáum að þarna eru þeir búnir að halda boltanum lengi,“ sagði Reynir og fór yfir dæmi um spilamennsku Liverpool á móti Newcastle.

Reynir tók líka fyrir annað mark Liverpool í leiknum því þar er Newcastle komið í varnarstöðu og leikmenn liðsins búnir að koma sér fyrir.

„Liverpool liðið heldur boltanum en á örskotsstundu eftir að hafa verið rólegir þá spila þeir boltanum hratt í gegnum liðið og brjóta þannig upp vörn andstæðingsins,“ sagði Reynir.

Það má sjá þessar sóknir Liverpool og umfjöllun Messunnar um þær í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.