Glæsimark Matic tryggði United sigur á vængbrotnu Palace liði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nemanja Matic
Nemanja Matic vísir/getty
Serbinn Nemanja Matic tryggði Manchester United sigur gegn Crystal Palace í uppbótartíma þegar liðin mættust á Selhurst Park í lokaleik 29. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Eftir að Andros Townsend kom Palace yfir snemma leiks og Patrick van Aanholt skellti öðru marki í andlitið á United í upphafi seinni hálfleiks var útlitið ekki gott fyrir Jose Mourinho.

Varnarmaðurinn Chris Smalling náði að svara fljótt fyrir United með marki í kjölfar hornspyrnu. Belginn Romelu Lukaku jafnaði metin á 76. mínútu áður en Serbinn stal sigrinum í uppbótartíma.

Eftir mark Smalling var United mun sterkari aðilinn og keyrði á þreytta gestgjafana sem eru eftir leikinn í fallsæti í deidlinni. United náði hins vegar að endurheimta annað sæti deildarinnar af erkifjendunum í Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira