Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum

Útlit er fyrir að ekki verði nein fjárveiting til að byggja vegg við landamæri Mexíkó í nýjum fjárlögum bandaríska ríkisins. Áfall fyrir Trump. Ef ekki næst að semja um fjárlög fyrir föstudagskvöld hætta ríkisstofnanir starfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Segjast hættir að treysta Trump

Misvísandi skilaboð um leið flotadeildar bandaríkjahers að Kóreuskaga valda fjaðrafoki í Suður-Kóreu. ­Forsetaframbjóðandi segir Kóreumenn ekki geta treyst Trump sem forseta ef hann var í raun að segja ósatt.

Erlent
Fréttamynd

Trump sendir samúðarkveðjur til Frakklands

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi samúðarkveðjur til Frakklands í kjölfar árásarinnar sem varð í París í kvöld. Talið er að minnst einn sé látinn og tveir alvarlega særðir eftir árásina sem sögð er vera hryðjuverkaárás.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu

H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga

Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums.

Erlent
Sjá meira