Enski boltinn

Upphitun: Meistaraefnin mæta meisturunum | Myndband

Einar Sigurvinsson skrifar
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 13:30 þegar Brighton tekur á móti Arsenal.

Gengi Arsenal á útivelli hefur ekki verið gott upp á síðkastið. Liðið hefur tapað síðustu þremur útileikjum sínum í deildinni. Síðasti útisigur Arsenal í deildinni var gegn Crystal Palace, 28. desember á síðasta ári.

Brighton er hinsvegar á fínu róli og hefur ekki tapað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum.

Stórleikur umferðarinnar fer síðan fram klukkan 16:00, þegar topplið Manchester City tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea. Síðast þegar liðin mættust í deildinni á Etihad-vellinum vann Chelsea. Takist þeim bláklæddu að leika þann leik eftir í dag verður það fyrsti tapleikur Manchester City heimavelli á þessu tímabili.

Leikir dagsins:

13:30 Brighton-Arsenal, beint á Stöð 2 Sport

16:00 Manchester City-Chelsea, beint á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×