Enski boltinn

Klopp segir Salah verðskulda að vera leikmaður ársins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bestur?
Bestur? vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur liðsmann sinn, Mohamed Salah, verðskulda að vera valinn besti leikmaður tímabilsins fyrir sitt framlag í deildinni í vetur. Klopp segir þó að fleiri komi til greina.

,,Það er enginn í vafa um að Kevin de Bruyne hefur átt gott tímabil en það hefur Mo líka gert, og það eru fleiri. Einhverjir myndu nefna Harry Kane. Roberto Firmino hefur líka verið góður. David Silva hefur átt magnað tímabil og ég er örugglega að gleyma einhverjum," segir Klopp.

,,Ég þarf ekki að taka þessa ákvörðun og einstaklingsverðlaun hafa enga þýðingu fyrir mig. Salah á þessi verðlaun klárlega skilið og það væri gaman fyrir hann að fá þau. Við verðum að tryggja að liðið haldi áfram að spila vel og hann fái tækifæri til að búa til fleiri mörk fyrir okkur," segir Klopp.

Salah gekk til liðs við Liverpool frá Roma síðastliðið sumar og hefur algjörlega slegið í gegn en þessi 25 ára gamli sóknarmaður er kominn með 24 mörk í deildinni og hefur skorað 32 mörk í 38 leikjum í öllum keppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×