Enski boltinn

Sjö ár í dag síðan Kuyt skaut lið Man. United á kaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt fagnar marki með Liverpool.
Dirk Kuyt fagnar marki með Liverpool. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Liverpool minnast í dag 6. mars 2011 en fyrir nákvæmlega sjö árum vann liðið eftirminnilegan sigur á þá verðandi meisturum í Manchester United.

Manchester United liðið kom þarna á Anfield og fékk 3-1 skell sem var stærsta deildartap liðsins á þessu tímabili.

Öll mörk Liverpool í leiknum skoraði Hollendingurinn Dirk Kuyt og þau komu öll af stuttu færi úr markteignum.





Fyrr á tímabilinu hafði Manchester United unnið 3-2 sigur á Liverpool og þá skoraði Dimitar Berbatov þrennu fyrir United-liðið.

Dirk Kuyt skoraði alls þrettán deildarmörk á þessu tímabili en hann skoraði aldrei fleiri deildarmörk á einu tímabilið með Liverpool-liðinu. Kuyt spilaði með Liverpool frá 2006 til 2012 og var alls með 51 mark í 208 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.





Manchester United vann þrjá næstu leiki og alls sex af síðustu níu leikjum sínum og vann ensku deildina með 9 stigum. Liðið endaði 22 stigum og fimm sætum á undan Liverpol.

Lið Liverpool og Manchester United eru þessa dagana að berjast um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og þau mætast einmitt á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. Fyrst þarf Liverpool þó að klára dæmið á móti Porto í Meistaradeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×