Enski boltinn

Sjö ár í dag síðan Kuyt skaut lið Man. United á kaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt fagnar marki með Liverpool.
Dirk Kuyt fagnar marki með Liverpool. Vísir/Getty

Stuðningsmenn Liverpool minnast í dag 6. mars 2011 en fyrir nákvæmlega sjö árum vann liðið eftirminnilegan sigur á þá verðandi meisturum í Manchester United.

Manchester United liðið kom þarna á Anfield og fékk 3-1 skell sem var stærsta deildartap liðsins á þessu tímabili.

Öll mörk Liverpool í leiknum skoraði Hollendingurinn Dirk Kuyt og þau komu öll af stuttu færi úr markteignum.Fyrr á tímabilinu hafði Manchester United unnið 3-2 sigur á Liverpool og þá skoraði Dimitar Berbatov þrennu fyrir United-liðið.

Dirk Kuyt skoraði alls þrettán deildarmörk á þessu tímabili en hann skoraði aldrei fleiri deildarmörk á einu tímabilið með Liverpool-liðinu. Kuyt spilaði með Liverpool frá 2006 til 2012 og var alls með 51 mark í 208 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.Manchester United vann þrjá næstu leiki og alls sex af síðustu níu leikjum sínum og vann ensku deildina með 9 stigum. Liðið endaði 22 stigum og fimm sætum á undan Liverpol.

Lið Liverpool og Manchester United eru þessa dagana að berjast um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og þau mætast einmitt á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. Fyrst þarf Liverpool þó að klára dæmið á móti Porto í Meistaradeildinni í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.