Enski boltinn

„Jóhann Berg er fyrsti maður á blað hjá Burnley“

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Jóhann Berg Guðmundsson spilaði virkilega vel fyrir Burnley þegar að liðið vann Everton, 2-1, í Íslendingaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi.

Íslenski landsliðsmaðurinn lagði upp sigurmarkið í leiknum en hann er búinn að vera virkilega öflugur á seinni hluta leiktíðar.

Því var velt upp í Messunni á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöldið hvort hann væri í dag besti íslenski leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni.

„Það er hægt að segja með sanni að hann er búinn að spila best á þessu tímabili, en Gylfi er betri leikmaður að mínu mati. Ef talað er bara um formið á þessari leiktíð, sérstaklega seinni hluta leiktíðar, þá hefur Jói verið algjörlega frábær og í liði sem gengur betur,“ sagði Reynir Leósson um Jóhann.

Hjörvar Hafliðason vildi ekki gera upp á milli hans og Gylfa en lofaði Jóhann í hástert: „Jói er bara búinn að vera frábær. Það er það eina sem hægt er að segja um hann. Jóhann hefur algjörlega náð að snúa við gengi sínu hjá Burnley og er núna fyrsti maður á blaði hjá Sean Dyche,“ sagði Hjörvar.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.