Enski boltinn

Guardiola tekur niður gulu slaufuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guardiola og aðstoðarmaður hans Manuel Estiarte með gulu slaufurnar á hliðarlínunni í leik City og Arsenal í úrslitaleik enska deildarbikarsins á dögunum
Guardiola og aðstoðarmaður hans Manuel Estiarte með gulu slaufurnar á hliðarlínunni í leik City og Arsenal í úrslitaleik enska deildarbikarsins á dögunum vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur samþykkt að hætta að bera gulu slaufuna sem hann hefur verið með á hliðarlínunni í leikjum á Englandi.

Enska knattspyrnusambandið er með reglur sem banna knattspyrnustjórum að klæðast eða bera eitthvað sem talist getur til pólitísks áróðurs. Guli borðinn sem Guardiola hefur verið með er til stuðnings stjórnmálamanna sem sitja í fangelsi á Spáni vegna sjálfstæðisbaráttu Katalóna.

Eftir að hafa fengið tvær formlegar viðvaranir var Guardiola ákærður á dögunum fyrir að halda áfram að vera með slaufuna. Hann hafði til klukkan 6 í dag til þess að svara kærunni, sem hann gerði ekki.

BBC Sport greinir frá því að Guardiola muni halda áfram að ganga með slaufuna nema á hliðarlínunni á meðan leikjum City stendur, en það er aðeins þar sem hann hefur verið að brjóta reglur, honum er frjálst að bera slaufuna fyrir eða eftir leiki.


Tengdar fréttir

Var kærður en ætlar ekki að taka niður slaufuna

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki ætla að að taka niður gulu slaufuna þrátt fyrir að hafa verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ólöglegan klæðaburð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×