Áfram halda vandræði Arsenal

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lewis Dunk fagnar marki sínu
Lewis Dunk fagnar marki sínu vísir/getty
Vandræði Arsenal héldu áfram í dag þegar liðið heimsótti Brighton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Heimamenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og komust yfir strax á sjöundu mínútu þegar Lewis Dunk skoraði. Glenn Murray tvöfaldaði forystuna eftir tæplega hálftíma leik þegar hann skoraði eftir undirbúning Pascal Gross.

Brighton átti leikinn á þessum tímapunkti og fengu heimamenn fín tækifæri til að komast í 3-0. Það var því gegn gangi leiksins þegar Pierre-Emerick Aubameyang minnkaði muninn eftir góðan undirbúning Granit Xhaka á 43.mínútu.

Arsenal sótti án afláts í upphafi síðari hálfleiks en náðu ekki inn marki. Leikurinn róaðist svo töluvert þegar á leið og heimamenn sigldu sigrinum að lokum í höfn. Lokatölur 2-1 fyrir Brighton.

Arsenal í 6.sæti deildarinnar með þrettán stigum minna en Tottenham sem er í 4.sæti. Arsenal hefur tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Brighton skaut sér hins vegar upp í 10.sætið með sigrinum en nýliðarnir eru taplausir í síðustu fimm deildarleikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira