Enski boltinn

Tilnefndur sem besti stjóri síðasta mánaðar en stýrir allt öðru liði í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Evans.
Steve Evans. Vísir/Getty

Hlutirnir geta verið fljótir að breytast í fótboltanum og gott dæmi um það er staðan sem knattspyrnustjórinn Steve Evans er í dag.

Steve Evans var í dag tilnefndur sem besti knattspyrnustjóri febrúarmánaðar í ensku d-deildinni þar sem hann var búinn að gera góða hluti með lið Mansfield Town.

Málið er bara að Evans er hættur hjá Mansfield Town og tekin við starfi knattspyrnustjóra c-deildarliðsins Peterborough United.

Hinn skrautlegi Steve Evans sagði upp störfum hjá Mansfield Town 27. febrúar síðastliðinn og skrifaði undir hjá Peterborough United aðeins nokkrum klukkutímum síðar.
Undir stjórn Evans þá vann Mansfield Town þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í fimm leikjum í febrúar. Hann er þó ekki líklegastur til að vinna verðlaunin fyrir febrúar.

Mark Cooper hjá Forest Green Rovers og Mark Cooper hjá Accrington Stanley eru sigurstranlegastir. Forest Green Rovers tapaði ekki leik í mánuðinum og Accrington Stanley náði í sextán stig af átján mögulegum. Joe Dunne hjá Cambridge United er líka líklegri en Steve Evans.

Það breytir ekki því að staða Steve Evans er mjög skrútin. Að geta unnið verðlaun sem stjóri liðsins sem hann yfirgaf skyndilega í loka febrúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.