Enski boltinn

Svanirnir skoruðu fjögur│Öll úrslit dagsins

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hamrarnir áttu engin svör við Andre Ayew og félögum
Hamrarnir áttu engin svör við Andre Ayew og félögum vísir/getty
Fimm leikir voru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15 í dag.

Ki Sung-Yeung fór mikinn í liði Swansea sem komst aftur á sigurbraut með 4-1 sigri á West Ham. Suður-kóreski miðjumaðurinn kom Swansea yfir snemma leiks eftir undirbúning Andre Ayew. Skömmu síðar lagði Ki svo upp mark fyrir hollenska miðvörðinn Mike van der Hoorn.

Andy King skoraði þriðja mark Swansea en þetta var fyrsti leikur hans í byrjunarliði hjá félaginu. Swansea voru ekki hættir því Jordan Ayew gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu sem að bróðir hans, Andre, fiskaði. Michail Antonio klóraði í bakkann fyrir gestina undir lokin. Lokatölur 4-1.

Bournemouth heimsótti Leicester á King Power leikvanginn. Joshua King kom Bournemouth yfir með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur í fyrri hálfleik og stefndi lengi í að það yrði eina mark leiksins. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma náðu heimamenn hins vegar að jafna metin með marki Riyad Mahrez

Hvorki gengur né rekur hjá Alan Pardew og lærisveinum hans í WBA en liðið tapaði fyrir Watford á útivelli í dag. Troy Deeney með eina mark leiksins.

Þá gerðu Southampton og Stoke markalaust jafntefli á St.Mary´s á meðan Tottenham vann öruggan 2-0 heimasigur á Huddersfield með mörkum Son Heung-Min.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×