Enski boltinn

Bristol fór illa með Sheffield Wednesday

Einar Sigurvinsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörn Bristol City sem vann öruggan 4-0 sigur á Sheffield Wednesday í dag.

Bristol komst yfir á 13. mínútu með marki frá Bobby Reid. Hann var síðan aftur á ferðinni á 35. mínutu og kom Bristol í 2-0. Rétt fyrir hálfleik kom Josh Brownhill Bristol í 3-0.

Á 62. mínútu skoraði síðan Bobby Reid sitt þriðja mark. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 4-0 fyrir Bristol City.

Eftir leikinn situr Bristol í 6. sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Middlesborough í 7. sæti. Liðið er því í harðri baráttu um umspilssæti en þetta var enn fremur fyrsti sigur Bristol í síðustu fimm leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×