Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Farþegar kíkja inn um glugga fallegra húsa

Alls er gert ráð fyrir að 104 skemmtiferðaskip komi til hafnar á Ísafirði í sumar en fyrir fimm árum voru 32 skipakomur í höfnina. Starfshópur um komu skemmtiferðaskipa hittist á þriðjudag þar sem Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, formaður starfshópsins, kynnti atriði sem sérstaklega þarf að skoða fyrir sumarið.

Innlent
Fréttamynd

Opna á að rukka fyrir aðgang að þjóðgarðinum á Þingvöllum

Í drögum að frumvarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis-og auðlindaráðherra, um breytingar á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum er lagt til að í reglugerð megi ákveða að taka gestagjöld innan þjóðgarðsins fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Í dag er bæði rukkað fyrir bílastæðagjöld innan þjóðgarðsins sem og fyrir aðgang að salerni.

Innlent
Fréttamynd

Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.

Innlent
Sjá meira