Enski boltinn

Messan: „Heilalaust“ hjá Stóra Sam að taka Gylfa af velli í einum hans besta leik fyrir Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Enska úrvalsdeildin bauð upp á Íslendingaslag um síðustu helgi og strákarnir í Messunni fylgdust vel með og höfðu sínar skoðanir á frammistöðu íslensku landsliðsmannanna tveggja. Frammistaða Gylfa Þórs Sigurðssonar í leiknum kallaði fram heitar skoðanir hjá Messumönnum.

„Við erum að sjá leik í enska boltanum í hádeginu á laugardegi þar sem við eigum fulltrúa sitt hvoru megin og þeir taka báðir öll föst leikatriði hjá sínum liðum, “ sagði Ríkharð Guðnason þegar hann hóf umfjöllunina um Íslendingaslag Burnley og Everton á Turf Moor.

„Þeir voru báðir frábærir í leiknum fannst mér,“ sagði Hjövar Hafliðason og Reynir Leósson tók undir það.

„Mér fannst þetta vera frábær leikur hjá Gylfa inn á miðsvæðinu. Hann var að vinna bolta og var langhættulegasti leikmaðurinn þeirra í sóknarleiknum,“ sagði Reynir Leósson.

„Sam Allardyce tókst að taka okkar mann af velli sem var algjörlega heilalaust. Hann tekur líka Tosun af velli sem var búinn að vera hættulegur líka,“ sagði Reynir.

„Hvað ætli fari í gegnum huga Sam Allardyce þarna? Erum við ekki sammála um að þetta hafi verið einn besti leikur Gylfa á leiktíðinni,“ spyr Ríkharð Guðnason.

„Þarna fékk hann að spila inn á miðjunni og var algjörlega frábær í þessum leik. Það var líka baulað all hressilega þegar hann tók Gylfa af velli. Stuðningsmenn Everton voru algjörlega brjálaðir,“ sagði Reynir.

Það má sjá umfjöllun Messunnar um Gylfa sem og hans helstu tilþrif út Burnley-leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.