Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Valtteri Bottas í toppformi hjá Mercedes

Valtteri Bottas segist vera kominn í toppform aftur eftir vistaskiptin til Mercedes í upphafi árs. Hann segist vera búinn að koma sér fyrir hjá Mercedes eftir að hann kom frá Williams.

Formúla 1
Fréttamynd

Bílskúrinn: Varnarsigur í Ungverjalandi

Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 um liðna helgi. Hann var að glíma við stýrisvandamál í bíl sínum og hefði verið auðveld bráð fyrir Mercedes menn ef ekki hefði verið fyrir liðsfélaga Vettel, Kimi Raikkonen sem varði sinn mann vel en þurfti að bíta í það súra að fá ekki að taka fram úr Vettel.

Formúla 1
Fréttamynd

Sebastian Vettel vann í Ungverjalandi

Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Sebastian Vettel á ráspól í Ungverjalandi

Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í tímatökunni fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Ungverjalandi á morgun. Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas á Mercedes þriðji.

Formúla 1
Fréttamynd

Daniel Ricciardo fljótastur á föstudegi

Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir ungverska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Uppfærslurnar á Red Bull bílnum greinilega að virka vel.

Formúla 1
Fréttamynd

Renault: Kubica tekur ekki sæti Palmer í ár

Renault liðið í Formúlu 1 þvertekur fyrir að Robert Kubica muni taka sæti Jolyon Palmer hjá liðinu á þessu ári. Palmer hefur átt erfitt uppdráttar og Kubica hefur verið að prófa bíla liðsins að undanförnu.

Formúla 1
Fréttamynd

Bílskúrinn: Hamilton drottnaði á heimavelli

Lewis Hamilton jafnaði met goðsagnarinnar Jim Clark með því að vinna sinn fimmta breska kappakstur á ferlinum á Silverstone um helgina. Hann minnkaði í leiðinni forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í eitt stig.

Formúla 1
Fréttamynd

Lewis Hamilton vann á heimavelli

Lewis Hamilton á Mercedes vann sinn fjórða breska kappakstur í röð í dag. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari.

Formúla 1
Sjá meira