Enski boltinn

„Barnalegt mark“ sem breytti öllu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
Knattspyrnustjóri Manchester United, Jose Mourinho, var langt frá því að vera sáttur í leikslok þrátt fyrir sigur sinna manna gegn Crystal Palace í kvöld.

„Þetta barnalega og óásættanlega seinna mark breytti öllu. Ég get ekki sagt þér helminginn af því sem ég sagði í hálfleiksræðunni því þá væri mikið af blótsyrðum í sjónvarpinu,“ sagði Mourinho í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

„David de Gea þurfti að gera betur í seinna markinu. Hann er sá besti, án nokkurs vafa, en hann þurfti að gera betur.“

United lenti undir snemma leiks og fékk svo annað mark á sig strax í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Mourinho komu hins vegar til baka og unnu leikinn 3-2 eftir sigurmark Nemanja Matic í uppbótartíma.

„Þú þarft alltaf smá heppni til að vinna leiki á loka mínútunum. Stundum á sigurvegarinn skilið að fá hamingjuóskir en Roy Hodgson gerði allt rétt að mínu mati,“ sagði Jose Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×