Enski boltinn

Bara Salah og Aguero sem slá við þessum 34 ára framherja í ensku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glenn Murray fagnar marki.
Glenn Murray fagnar marki. Vísir/Getty
Glenn Murray mun halda upp á 35 ára afmælið sitt í haust en hann hefur farið á kostum með Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni síðan nýja árið gekk í garð.

Glenn Murray skoraði seinna mark Brighton & Hove Albion í sigrinum á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina en það mark hans skildi á endanum á milli liðanna.

Þetta var ellefta deildarmark Glenn Murray á tímabilinu en þar af hafa sex þeirra komið eftir 1. janúar 2018.

Það eru aðeins tveir leikmenn sem hafa skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en Glenn Murray á nýju ári. Þetta eru þeir Mo Salah hjá Liverpool og Sergio Aguero og Manchester City. Ekki slæmt fyrir mann á 35. aldursári að vera með í þeim hópi.





Glenn Murray skoraði einnig tvö mörk í 4-1 sigri á Swansea City helgina á undan og var síðan með eitt mark í leikjunum á móti Bournemouth, Southampton og West Ham.

Glenn Murray var næstmarkahæsti leikmaðurinn í ensku b-deildinni í fyrra en 23 mörk hans fyrir Brighton & Hove Albion liðið átti mikinn þátt í því að liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir núverandi tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×