Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Kröfurnar um titil minnki klár­­lega ekki með inn­komu Gylfa

    Arnar Grétars­son, þjálfari Vals, er þakk­látur fólkinu í knatt­spyrnu­deild fé­lagsins fyrir að hafa landað Gylfa Þór Sigurðs­syni sem skrifaði undir tveggja ára samning í gær. Gylfi sé á á­kveðinni per­sónu­legri veg­ferð, vilji á sama tíma vinna titla með Val og segir Arnar að kröfurnar um að hann fari að skila inn titlum sem þjálfari liðsins minnki klár­lega ekki með inn­komu Gylfa Þórs.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Það sem maður er spenntastur fyrir en á sama tíma óttast hvað mest“

    Fé­lags­skipti Gylfa Þórs Sigurðs­sonar eru klár­lega stærstu fé­lags­skiptin í sögu ís­lenska boltans að mati Baldurs Sigurðs­sonar, sér­fræðings Stöðvar 2 Sport um Bestu deildina. Lyfti­stöng fyrir fé­lagið og ís­lenska boltann í heild sinni. Hvaða Gylfa Þór erum við að fara sjá inn á vellinum? Og hversu mikið fáum við að sjá til hans? 

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Gylfi Þór orðinn leik­maður Vals

    Gylfi Þór Sigurðsson hefur samið við Val um að leika með félaginu í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Gylfi semur til tveggja ára en skrifað var undir í Montecastillo á Spáni nú í morgun.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val

    Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Verður al­­gjör bylting“

    Það styttist í að iðk­endur Hauka geti æft knatt­spyrnu við að­stæður eins og þær gerast bestar, sér í lagi yfir há­veturinn hér á landi. Nýtt fjöl­nota knatt­hús rís nú hratt á Ás­völlum. Al­gjör bylting fyrir alla Hafn­firðinga segir byggingar­stjóri verk­efnisins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    TF Besta á suð­rænar slóðir: Ekki vildu allir fara um borð

    Hver á fætur öðrum pakka meistara­­flokkar ís­­lenskra fé­lags­liða í fót­­bolta niður í töskur og halda út fyrir land­s­steinana í æfinga­­ferðir fyrir komandi tíma­bil. Ekki fara þó öll lið Bestu deildar kvenna er­lendis í æfingaferðir fyrir komandi tíma­bil. Einu liði hentaði ekki að fara núna, öðru stóð það til boða en á­kvað að fara ekki. Þau sem fara þó út halda til Spánar.

    Íslenski boltinn