Enski boltinn

Aðeins eitt lið með léttara leikjaplan en Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Alex Oxlade-Chamberlain fagna marki Liverpool.
Mohamed Salah og Alex Oxlade-Chamberlain fagna marki Liverpool. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Liverpool geta verið bjartsýnir þessa dagana enda lið þeirra að spila mjög vel í deildinni heima fyrir sem og í Meistaradeildinni.

Liverpool liðið er svo gott sem komið áfram í Meistaradeildinni eftir 5-0 útisigur í fyrri leiknum á móti Porto í sextán liða úrslitunum og er með 10 stig og 11 mörk í síðustu fjórum deildarleikjum.

Við þetta bætist síðan að Liverpool á auðveldari leikjadagskrá en öll lið deildarinnar nema Leicester en þetta kemur fram í sérstakri samantekt Sky Sports.

Það eru aðeins tíu umferðir eftir af ensku úrvalsdeildinni og það er því farið að hitna vel undir baráttunni um fallið og baráttunni um Meistaradeildarsætin.

Manchester City liðið náði sextán stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gær og er svo gott sem  búið að tryggja sér titilinn. Baráttan er aftur á móti hörð á öðrum stöðum í töflunni.

Liverpool (57 stig) er eins og er í þriðja sæti á milli Manchester United (59 stig) og Tottenham (55 stig) en Englandsmeistarar Chelsea (53 stig) eru líka með í baráttunni um Meistaradeildarsætin. Arsenal (45 stig) er hinsvegar nú tíu sætum frá fjórða sætinu eftir tapði á móti Manchester City í gær.

Liverpool á næstléttasta leikjaplanið en liðið á bara eftir tvo leiki á móti liði sem er inn á topp sex og meðalsæti mótherja Liverpool er tólfta sæti. Meðalsæti mótherja Leicester er 12,1 sæti.

Chelsea (10,8 sæti), Manchester United (11,1 sæti) og Tottenham (11,5 sæti) eiga því öll aðeins erfiðari leikjaplan en Liverpool-liðið.

Útlitið er ekki gott fyrir Brighton sem er í harðri fallbaráttu og á eftir mjög erfitt leikjaprógramm. Ekkert lið mætir fleiri liðum úr hópi þeirra sex efstu og meðalsæti mótherja Brighton er 7,1 sæti.

Liðin í neðstu sætunum eins West Ham, Stoke, Newcastle, West Brom og Huddersfield eiga heldur ekkert auðvelt prógramm eftir en það er samt ekkert í líkingu við það hjá Brighton.

Listi Sky Sports yfir léttasta leikjaplanið:

(Sæti mótherja liðanna að meðaltali eins og staðan er í dag)

Brighton     7,1     5 leikir á móti efstu sex

West Ham     9,1     4 leikir á móti efstu sex

Stoke City     9,4     4 leikir á móti efstu sex

Newcastle     9,5     4 leikir á móti efstu sex

West Brom     9,5     3 leikir á móti efstu sex

Huddersfield     9,7     4 leikir á móti efstu sex

Watford     9,9     4 leikir á móti efstu sex

Crystal Palace     10,4     3 leikir á móti efstu sex

Bournemouth     10,5     3 leikir á móti efstu sex

Southampton     10,5     3 leikir á móti efstu sex

Chelsea     10,8     3 leikir á móti efstu sex

Swansea     11,0    3 leikir á móti efstu sex

Man Utd     11,1     3 leikir á móti efstu sex

Man City     11,2     3 leikir á móti efstu sex

Burnley     11,3     2 leikir á móti efstu sex

Tottenham     11,5     2 leikir á móti efstu sex

Arsenal     11,6     1 leikur á móti efstu sex

Everton     11,8     2 leikir á móti efstu sex

Liverpool     12,0     2 leikir á móti efstu sex

Leicester     12,1     2 leikir á móti efstu sex




Fleiri fréttir

Sjá meira


×