Enski boltinn

Íslendingaslagur í hádeginu │ Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna. vísir/getty
Það er Íslendingaslagur í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag þegar Burnley og Everton mætast á Turf Moor. Sex aðrir leikir eru í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða í eldlínunni í hádegisleiknum, en flautað verður til leiks á Turf Moor klukkan 12.30. Reiknað er með að þeir verði báðir í byrjunarliðunum.

Everton er í níunda sæti deildarinnar með 34 stig, en Burnley er í sjöunda sætinu með 37 stig. Þetta er því afar mikilvægur leikur í baráttunni um Evrópusæti.

Tottenham getur skotið sér upp í þriðja sætið, í nokkrar klukkustundir að minnsta kosti, er liðið fær Huddersfield á heimavöll. Huddersfield er í fjórtánda sætinu á fínu róli.

Liverpool, sem er í þriðja sætinu með 57 stig, fær Newcastle í heimsókn. Þar snýr Rafa Benitez, fyrrverandi stjóri Liverpool og núverandi stjóri Newcastle, aftur á sinn heimavöll. Newcastle er í fimmtánda sætinu. Þetta verður síðdegisleikurinn.

Leikir dagsins:

12.30 Burnley - Everton (Stöð 2 Sport)

15.00 Tottenham - Huddersfield (Stöð 2 Sport)

15.00 Leicester - Bournemouth

15.00 Southampton - Stoke

15.00 Swansea - West Ham

15.00 Watford - WBA

17.30 Liverpool - Newcastle (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×