Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Flokkar verkin eftir merkingu og efniviði

Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður hefur bæst í hóp listamanna i8 Gallerís á Tryggvagötu 16. Fyrsta einkasýning hennar þar verður opnuð síðdegis í dag og nefnist hún a) b) c) d) e) & f).

Menning
Fréttamynd

Frá risaturnum til torfbæja

Farþegarnir setjast um borð í lestarvagninn sem rennur rólega af stað. Leiðin liggur upp í mót með skrúfgangi upp í 200 metra hæð. Ferðalagið tekur tuttugu mínútur, en allir kæra sig kollótta um það enda útsýnið stórkostlegt úr stálgrindarturninum.

Menning
Fréttamynd

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur hafin

Barnamenningarhátíð Reykjavíkur var sett í gær fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Hátíðin stendur til sunnudagsins 30. apríl og verður fjölbreytt dagskrá alla dagana um borgina.

Menning
Fréttamynd

Bæði fyndið og fróðlegt eins og við var að búast

Breski grínistinn Ricky Gervais skemmti landsmönnum í Hörpu síðasta fimmtudag og föstudag með uppistandssýningunni Humanity. Miðar á báðar sýningar seldust upp á mettíma og því er ljóst að hann á dygga aðdáendur hér á landi. Gervais hefur varla stigið feilspor á ferli sínum og þeir sem voru svo heppnir að ná miða á sýningu hans hafa eflaust haft miklar væntingar til hans. En stóðst Gervais væntingar?

Gagnrýni
Fréttamynd

Dropinn holar augasteininn

Anna Jónsdóttir sópran og Brynhildur Ásgeirsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir bandarísk 20. aldar tónskáld í Norræna húsinu á morgun, 23. apríl, klukkan 15:15.

Menning
Fréttamynd

Fyrst og fremst heiður

Orri Harðarson var valinn bæjarlistamaður Akureyrar 2017 til 2018 á sumardaginn fyrsta. Fleiri hlutu viðurkenningar fyrir framlög sín til menningar og lista.

Lífið
Fréttamynd

Er stundum misskilin

Jóhanna Guðrún söngkona er að undirbúa tónleikaferð um landið ásamt unnusta sínum, Davíð Sigurgeirssyni gítarleikara. Hún rekur átján ára feril sinn í tali og tónum.

Tónlist
Fréttamynd

Sýningin sem kom skemmtilega á óvart

Dansverkið Grrrrls eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og stóran hóp af unglingsstelpum hefur hlotið óvænta velgengni á árinu, hátt í þúsund manns hafa séð verkið. Í verkinu leitar ­Ásrún svara við spurningum um hvernig það er að vera ung

Menning
Fréttamynd

Ástarþríhyrningur, ýktar skopmyndir og gervidramatík

Við kynnumst hinni ungu og viðkunnanlegu Salóme. Hún vinnur á útvarpsstöð og býr með fyrrverandi kærasta sínum, Hrafni, sem hún heldur góðu sambandi við. Lífið virðist vera nokkuð venjulegt og átakalaust þangað til að Hrafn byrjar að hitta nýja stelpu – og fljótlega barnar hana. Eins og sannur herramaður ákveður hann auðvitað að það sé fín hugmynd að leyfa barnsmóðurinni, henni Ríkeyju, sem ber tvíbura undir belti, að flytja inn með þeim. Skiljanlega setur þetta veröld Salóme á hliðina, en stóra spurningin reynist vera hvort þetta sé upphafið að algjörri martröð eða einhverju töluvert ljúfara.

Gagnrýni
Sjá meira