Enski boltinn

Nærri níutíu prósent stuðningsmanna Arsenal vilja Wenger burt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Frakkinn Arsene Wenger hefur verið við stjórnvöllinn hjá Arsenal síðan 1996
Frakkinn Arsene Wenger hefur verið við stjórnvöllinn hjá Arsenal síðan 1996 getty

Arsene Wenger hefur gefið út að hann ætli sér ekki að hætta með lið Arsenal eftir tímabilið. Sú yfirlýsing hefur ekki farið vel í stuðningsmenn Arsenal, en mikill meirihluti þeirra vill Frakkann burt.

Stuðningsmannafélag Arsenal, Arsenal Supporters Trust, gerði skoðanakönnun á meðal þúsund meðlima sinna fyrir ársfund félagsins á dögunum. Úrslit könnunnarinnar voru þau að 88 prósent sögðust vilja Wenger vikið úr starfi.

Arsenal tapaði sínum fjórða leik í röð á sunnudaginn þegar liðið tapaði fyrir Brighton og er 13 stigum frá mikilvæga fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Wenger skrifaði undir tveggja ára samning síðasta sumar eftir að liðið hafði gengið í gegnum slæman kafla álíkum þessum, töpuðu 7 af 12 leikjum sínum á svipuðum tíma í fyrra.

Eina von Arsenal á bikar er að vinna Evrópudeildina, en liðið mætir AC Milan í 16-liða úrslitunum. Fyrri leikur liðanna fer fram á San Siro vellinum í Milan á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.