Enski boltinn

Fjölmörgum leikjum frestað vegna veðurs á Englandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Svona er staðan á Turf Moor. Þar fer senn að hefjast leikur Burnley og Everton
Svona er staðan á Turf Moor. Þar fer senn að hefjast leikur Burnley og Everton
Snjó hefur kyngt niður víða á Bretlandseyjum undanfarna daga og hefur stormurinn Emma gert knattspyrnumönnum lífið leitt.

Enska knattspyrnusambandið hefur þurft að fresta fjölmörgum leikjum í neðri deildum Englands í dag og þar af er fimm leikjum í ensku B-deildinni frestað. Þrjú Íslendingalið eru á meðal þeirra sem fá ekki að spila í dag.

Birkir Bjarnason og félagar í Aston Villa áttu að fá heimsókn frá QPR. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff áttu að heimsækja Brentford á meðan Jón Daði Böðvarsson átti að heimsækja sinn gamla heimavöll. Stefnt er að því að leikirnir fari fram í miðri næstu viku.

Leikjunum sem var frestað

Aston Villa - QPR

Barnsley - Norwich

Brentford - Cardiff

Sheffield United - Burton

Wolves - Reading

Ekki hefur verið frestað neinum leik í ensku úrvalsdeildinni enn sem komið er en sjö leikir eiga að fara fram í úrvalsdeildinni í dag.


Tengdar fréttir

Íslendingaslagur í hádeginu │ Myndband

Það er Íslendingaslagur í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag þegar Burnley og Everton mætast á Turf Moor. Sex aðrir leikir eru í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×