Fréttir

Fréttamynd

Karl Bretaprins verður leiðtogi breska samveldisins

Karl Bretaprins verður næsti leiðtogi breska samveldisins. Elísabet önnur Bretlandsdrottning bað í gær leiðtoga samveldisríkjanna fimmtíu og þriggja að tilnefna Karl sem næsta þjóðhöfðingja þar sem titillinn gengur ekki í erfðir eins og sjálf krúna Bretlands. Það var samþykkt á leiðtogafundi í Lundúnum í hádeginu.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba

Miklar vonir eru bundnar við frekari árangur í að virkja ónæmisfrumur í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum. Krabbamein í lungum dregur um 1,7 milljónir manna til dauða árlega.

Innlent
Fréttamynd

83 ára tekinn af lífi í Alabama

Moody er 83 ára gamall og þar með elsti maðurinn sem líflátinn hefur verið í Bandaríkjunum síðan dauðarefsing var tekin upp að nýju þar í landi árið 1976.

Erlent
Fréttamynd

Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum

Mikil vinna lögð í að minnka líkur á árekstrum dýra við flugvélar. Árekstrar við fugla voru 36 í fyrra á flugvallarsvæðum Isavia. Hreindýr, tófur og kanínur hafa ratað inn á flugvallarsvæðin. Beita meðal annars sírenum og púðurskotum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr forseti segir byltinguna halda áfram

Valdatíð Castro-bræðra á enda. Nýr forseti tekinn við. Sá lofar því að byltingin haldi áfram og segir ekkert pláss fyrir kapítalista í þessu eins flokks kommúnistaríki. Castro-bræður voru við völd á Kúbu í nærri sex áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Samflokksmenn vilja ekki styðja Donald Trump

Stór hluti Repúblikana í bæði fulltrúa- og öldungadeild bandaríska þingsins er ekki tilbúinn til þess að lýsa yfir stuðningi við komandi forsetaframboð Donalds Trump, sitjandi forseta og samflokksmanns þeirra.

Erlent
Sjá næstu 25 fréttir