Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Trump slær heimboð til NBA-meistaranna af borðinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur dregið heimboð sitt til NBA-meistaranna í Golden State Warriors til baka en um er að ræða árlega hefð. Í leiðinni skaut hann á helstu stjörnu liðsins, Stephen Curry, en sá hefur ýjað að því að hann myndi ekki þiggja heimboð forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Sat fastur í helli í þrjá daga

Nítján ára háskólanemi í Indiana University sat fastur í helli í þrjá daga. Var hann staddur í hellinum ásamt hópi samnemanda sinna er hann varð viðskila við hópinn.

Erlent
Fréttamynd

Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja

Deilur flugvirkja Icelandair við Samtök atvinnulífsins gefa tóninn í kjaraviðræðum sem fram undan eru í vetur. Forsvarsmenn SA telja ekkert svigrúm til launahækkana en flugvirkjar sætta sig ekki við litla hækkun í anda SALEK.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í öruggan sigur Angelu Merkel

Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel kanslara, verða fjölmennastir á þýska þinginu ef marka má meðaltal skoðanakannana sem Financial Times tekur saman.

Erlent
Fréttamynd

Langflestir dómarar í landinu skipaðir af Sjálfstæðismönnum

Þrír af hverjum fjórum dómurum í landinu eru skipaðir af Sjálfstæðismönnum, sem hafa haft tögl og haldir í ráðuneyti dómsmála undanfarna áratugi. Ögmundur Jónasson skipaði hins vegar langflesta sitjandi dómara Hæstaréttar. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni. Ekki er enn ljóst hver mun skipa þá.

Innlent
Fréttamynd

Mun ekki áfrýja eftir sigur Heimavalla í leigudeilu

Sveitarstjórn Langanesbyggðar ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem leigufélagið Heimavellir var sýknað af kröfu sveitarfélagsins og það dæmt til að greiða 650 þúsund krónur í málskostnað. Losnar sveitarstjórnin því ekki undan leigusamningum um sex íbúðir á Þórshöfn sem gilda út 2021.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir