Enski boltinn

Wenger útilokar fjórða sætið

Einar Sigurvinsson skrifar
Wenger, þungur á brún yfir leiknum í dag.
Wenger, þungur á brún yfir leiknum í dag. getty
Arsene Wenger viðurkenndi eftir tap sinna manna gegn Brighton í dag að vonin um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar væri úti. Tap Arsenal í dag var það fjórða í röðinni, en fleiri leikjum hefur liðið ekki tapað í röð síðan árið 2002. Þrátt fyrir það vill Wenger meina að hann sé enn rétti maðurinn til þess að stýra liðinu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem svona lagað gerist á öllum mínum ferli. Þetta er ekki auðvelt en ég er með nógu mikla reynslu og nógu mikinn vilja til þess að koma þessu aftur í rétt horf. Við verðum að standa saman, það er ekkert annað í boði, og einbeita okkur að verkefninu.“

Arsenal situr sem stendur í 6. sæti deildarinnar, 13 stigum frá Tottenham í 4. sætinu. Wenger viðurkenndi að möguleikinn á 4. sætinu í deildinni og um leið sæti í Meistaradeild Evrópu hafi farið með tapleiknum í dag.

„Það má segja það, já. Tölfræðilega, með fimm lið á undan þér, þurfa tvö þeirra að hrynja niður. Með þann fjölda af leikjum sem eru eftir núna er mjög ólíklegt að það gerist.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×